Grásleppuvertíðin hefst 20. mars

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf út reglugerð í vikunni um grásleppuveiðar árið 2018.

Grásleppuvertíðin hefst 20. mars
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 176

Grásleppu landað á Húsavík.
Grásleppu landað á Húsavík.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf út reglugerð í vikunni um grásleppuveiðar árið 2018.

Reglugerðin er með sama sniði og á síðasta ári. Landinu er skipt í sjö veiðisvæði og eru veiðitímabil mismunandi eftir svæðum en fyrstu veiðar geta hafist 20. mars.

Þá hefur ráðherra ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun á fyrirkomulagi hrognkelsaveiða, bæði hvað varðar stjórn veiðanna og eins mögulegar aðgerðir til að draga úr meðafla með hrognkelsaveiðum. Þeirri vinnu á að ljúka í tíma til að veiðistjórn á næsta tímabili, þ.e. 2019, geti byggst á niðurstöðum hennar.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744