Golfað á Mærudegi

Opna Goða Mærudagsmótið í golfi fór fram á Mærudaginn á Katlavelli.

Golfað á Mærudegi
Íþróttir - - Lestrar 487

Karl Hannes og Arnar Vilberg hlaðnir verðlaunum
Karl Hannes og Arnar Vilberg hlaðnir verðlaunum
Opna Goða Mærudagsmótið í golfi fór fram á Mærudaginn á Katlavelli.
 

Alls mættu 74 golfarar til leiks úr 14 golfklúbbum.

Veður var gott til golfiðkunnar, hélst þurrt, en fór að blása aðeins úr norðri eftir hádegið.

Úrslit urðu þessi:

Nándarverðlaun á par 3 holum, næstur holu eftir teighögg:

3 braut - Arnar Vilberg Ingólfsson 

5. braut - Kjartan Fossberg Sigurðsson

Opinn punktaflokkur með forgjöf:

1. Karl Hannes Sigurðsson - 35 punktar

2. Agnar Daði Kristjánsson - 35 punktar

3. Arnar Vilberg Ingólfsson - 34 punktar

4. Bjarni Sveinsson - 34 punktar

5. Kristín Þórisdóttir - 33 punktar 

6. Jóhanna Guðjónsdóttir - 33 punktar

Höggleikur kvenna án forgjafar:

1. Jóhanna Guðjónsdóttir - 89 högg

2. Kristín Magnúsdóttir - 96 högg

3. Unnur Elva Hallsdóttir - 98 högg

Höggleikur karla án forgjafar:

Bráðabana þurfti milli Karls Hannesar Sigurðssonar og Arnar Vilbergs Ingólfssonar til að skera úr um sigurvegara þar sem þeir voru jafnir eftir 18 holur.

Þarf hafði Karl Hannes betur, úrslit urðu því þessi:

1. Karl Hannes Sigurðsson - 77 högg

2. Arnar Vilberg Ingólfsson - 77 högg

3. Ólafur Auðunn Gylfason - 79 högg

Golfklúbbur Húsavíkur vill koma á framfæri þakklætiskveðju til Goða sem var aðalstyrktaraðili mótsins.

 

 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744