Góð tilfinning að sjá á eftir boltanum í markið

“Það var mjög góð tilfinning að sjá á eftir boltanum í markið sagði Atli Barkarson leikmaður unglingaliðs Norwich á Englandi en hann skoraði sigurmark

Góð tilfinning að sjá á eftir boltanum í markið
Íþróttir - - Lestrar 583

Atli Barkarson leikmaður Norwich á Englandi.
Atli Barkarson leikmaður Norwich á Englandi.

“Það var mjög góð tilfinning að sjá á eftir boltanum í markið” sagði Atli Barkarson leikmaður unglingaliðs Norwich á Englandi en hann skoraði sigurmark liðsins gegn Port Vale á útivelli í gærkveldi.

"Það var ekki verra að þetta var með skoti beint úr hornspyrnu á 90. mínútu leiksins og þeir nýbúnir að jafna í 2-2 og allt leit út fyrir að leikurinn færi í framlengingu". 

Eftir að þeir jöfnuðu fórum við beint upp í sókn og stuttu seinna unnum við hornspyrnu hægra megin og þar sem ég er örvfættur og tek öll föst leikatriði þá kom ekkert annað til greina heldur en að segja öllum að pakka inn að markinu og reyndi ég að skrúfa boltann innanfótar að markinu.

Þegar ég sá flugið á boltanum vissi ég að við værum að fara skora en ég bjóst reyndar ekki við því að ég myndi skora sjálfur. Boltinn flaug uppi hornið hinum megin og það var geggjað að getað hjálpað liðinu að vinna og komast áfram í bikarnum (FA Youth cup)". Sagði Atli sem er á sínu öðru tímabili með Norwich en hann gekk til liðs við félagið frá Völsungi sumarið 2017. 

Atli sagðist í samtali við 640.is hlakka til að koma heim í jólafrí en hann verður í fríi frá 21. desember til 2. janúar. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744