Góð byrjun Völsungspilta

Völsungur hefur byrjað 2.deild vel þetta sumarið en liðið er í 2.sæti á markatölu með 10 stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar.

Góð byrjun Völsungspilta
Íþróttir - - Lestrar 672

Alli Jói kom Völsungum á bragðið um helgina
Alli Jói kom Völsungum á bragðið um helgina

Völsungur hefur byrjað 2.deild vel þetta sumarið en liðið er í 2.sæti á markatölu með 10 stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar.

Völsungar heimsóttu Fjarðabyggð laugardaginn 26.maí síðastliðinn og mættu þar heimamönnum.

Leikurinn byrjaði vel fyrir þá grænklæddu en eftir snarpa og laglega sókn féll boltinn vel fyrir Aðalstein Jóhann Friðriksson í teignum sem hamraði hann í markhornið. 0-1 forysta eftir rúmar tvær mínútur. 

Þannig stóðu leikar í hálfleik en heimamenn höfðu ekki gefist upp. Aleksandar Stojkovic jafnaði fyrir Fjarðabyggð á 69.mínútu. Völsungar ætluðu ekki að missa tökin og brunuðu fram í sókn og uppskáru vítaspyrnu eftir klaufagang markvarðar heimamanna. Guðmundur Óli Steingrímsson fór á vítapunktinn, þriðja leikinn í röð, og skoraði af miklu öryggi. 1-2 fyrir Völsung sem sigldi svo sigrinum heim.

Frábær þrjú stig sem piltarnir tóku með sér heim. Eftir jafntefli í fyrstu umferð hafa þrír sigurleikir litið dagsins ljós og ljóst að sjálfstraustið er hátt í herbúðum Völsunga. 

Næsti leikur er á Húsavíkurvelli laugardaginn 2.júní gegn Hugin frá Seyðisfirði. Flautað verður til leiks kl.14.00.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744