Glæstir sigrar syðra

Karla- og kvennalið Völsungs í knattspyrnu gerðu góða ferð á höfuðborgarsvæðið í dag en liðin unnu bæði sína leiki.

Glæstir sigrar syðra
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 260

Karla- og kvennalið Völsungs í knattspyrnu gerðu góða ferð á höfuðborgarsvæðið í dag en liðin unnu bæði sína leiki.

Stelpurnar mætti Gróttu á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi þar sem heimastúlkur komust yfir á 10. mínútu leiksins með marki Tinnu Jónsdóttur.

Þannig var staðan í hálfleik og þaðvar ekki fyrr en á 76. mínútu leiksins að Völsungar jafna. Það var að verki Aimee Louise Durn og nokkrum mínútum síðar skoraði Krista Eik Harðardóttir sigurmarkið.

Völsungur á toppi 2. deildar kvenna með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir.

Strákarnir fóru á Samsungvöllinn í Garðabæ og öttu kappi við KFG sem komst yfir á 5. mínútu leiksins og tvöfaldaði forystuna mínútu síðar.

Kaelon P. Fox minnkaði muninn fyrir Völsung þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. Staðan 2-1 í hálfleik.

Þegar rúmur hálftími var til leiksloka jafnaði Elvar Baldvinsson leikinn fyrir Völsung og Ásgeir Kristjánsson skoraði síðan sigurmarkið sex mínútum síðar.

Völsungur í fjórða sæti 2. deildar karla með 13 stig eftir sjö umferðir.


640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744