Glćsilegt Íslandsmót í boccia á 90 ára afmćlisári Völsungs

Eins og áđur hefur komiđ fram á 640.is var haldiđ Íslandsmót í Boccia um síđustu helgi á Húsavík.

Guđmundur Örn Íslandsmeistari fyrir miđju.
Guđmundur Örn Íslandsmeistari fyrir miđju.

Eins og áđur hefur komiđ fram á 640.is var haldiđ Íslandsmót í Boccia um síđustu helgi á Húsavík.

Um var ađ rćđa einstaklingskeppni og mćttu hátt á annađ hundrađ keppendur til leiks í íţróttahöllinni og voru gestir allt ađ 250.  

Mótiđ hófst á föstudagsmorgun međ veglegri mótsetningu ţar sem fulltrúar frá 15 íţróttafélögum marseruđu í salinn undir traustri stjórn Ingólfs Freysonar. 

Formađur Bocciadeildar Völsungs, Egill Olgeirsson, bauđ keppendur og gesti velkomna, ţá ávarpađi Kristján Ţór Magnússon sveitarstjóri Norđurţings gestina og bauđ ţá velkomna til Húsavíkur, ađ lokum ávarpađi formađur ÍF, Ţórđur Á Hjaltested, mótsgesti og setti Íslandsmótiđ 2017. 

Fram kom í ávarpi formanns deildarinnar ađ ţađ vćri mikil áskorun ađ vera faliđ ţetta stóra og krefjandi verkefni á 90 ára afmćlisári Íţróttafélagsins Völsungs, en ţetta mót vćri framlagi Bocciadeildarinnar í röđ íţróttaviđburđa á glćsilegu afmćlisári Völsungs. 

Mótstjóri var Egill Olgeirsson og yfirdómari Anna María Ţórđardóttir bćđi úr stjórn Bocciadeildar Völsungs. Dómgćslan var í höndum félaga úr Kiwanisklúbbnum Skjálfanda sem ćtiđ hafa veriđ reiđubúnir ađ ađstođa Bocciadeildina á öllum mótum frá upphafi, fengu ţeir  sér til ađsođar nemendur úr Framhaldsskóla Húsavíkur og 10.bekk Borgarhólsskóla, einnig bocciafólk úr Félagi eldri borgara og ýmsa fleiri. 

Keppt var í fimm deildum  í almennum flokki fatlađra, fötlunarflokki BC1-4 og í rennuflokki. Keppt var á föstudag og laugardag, voru ţađ langir og strangir keppnisdagar, fyrst riđlakeppni og svo úrslit á laugardag. Ađ keppni lokinni fór svo fram vegleg verđlaunaafhending í öllum deildum og flokkum. 

Úrslit urđu:

Íslandsmót í Boccia

1. deild 1. sćti og Íslandsmeistari,

Guđmundur Örn Björnsson, Ţjóti

2. sćti: Sverrir Sigurđsson, Völsungi

3. Sćti: Kristín Ólafsdóttir, Eik

Međ ţeim á myndinni eru Ţórđur Á Hjaltested formađur ÍF og Anna María Ţórđardóttir yfirdómari mótsins.

Íslandsmót í Boccia

2. deild

1. sćti: Sigurđur Ragnar Kristjánsson, ÍFR

2. sćti: John William Boyd, Nes

3. Sćti: Jósef W. Daníelsson, Nes

Íslandsmót í Boccia

3. deild

1. sćti: Ragnar Lárus Ólafsson, Nes

2. sćti: Ylfa Óladóttir, Ćgir

3. Sćti: Kristófer Fannar Sigmarsson, Eik

Íslandsmót í Boccia

4. deild

1. sćti: Sigríđur Karen Ásgeirsdóttir, Nes

2. sćti: Arnar Már Ingibergsson, Nes

3. Sćti: Thelma Rut Gunnlaugsdóttir, Nes

Íslandsmót í Boccia

5. deild

1. sćti: Steinunn María Ţorgeirsdóttir, Eik

2. sćti: Erla Björk Sigmundsdóttir, Gný

3. Sćti: Telma Ţöll Ţorbjörnsdóttir, Suđra

Íslandsmót í Boccia

Rennuflokkur

1. sćti: Kristján Vignir Hjálmarsson, Ösp

2. sćti: Bernharđur Jökull Hlöđversson, Ćgir

3. Sćti: Ástvaldur Ragnar Bjarnason, Nes

Íslandsmót í Boccia

BC 1 til 4

1. sćti: Ingi Björn Ţorsteinsson, ÍFR

2. sćti: Ađalheiđur Bára Steinsdóttir, Grósku

3. Sćti: Aneta Beata Kaczmarek, ÍFR

íslandsmót í Boccia

Öll verđlaun voru gefin af Lionsklúbnum Viđari í Reykjavík. Ađ lokinni verđlaunaafhendingu sleit formađur ÍF mótinu. Viđ ţađ tćkifćri kallađi hann upp Svanhildi Ţorleifsdóttu og veitti henni viđurkenningu fyrir mikiđ og óeiingjarnt starf í ţágu íţróttastarfs fatlađra á Húsavík. Hún vćri verđugur fulltrúi ţeirra sem ynnu störfin í grasrótinni, en Svana hefur stađiđ vaktina í veitingasölu deildarinnar á öllum mótum frá upphafi og alltaf veriđ tilbúin ţegar til hennar hefur veriđ leitađ og beđin ađ vinna fyrir Bocciadeildina, Ţá ţakkađi hann mótshöldurum fyrir frábćrt mót, góđan undirbúning og skipulag og framkvćmd alla sem tekist hefđi einstaklega vel. 

Ađ venju eftir stranga og langa keppnisdaga var svo á laugardagskvöldinu haldiđ glćsilegt lokahóf  ađ Ýdölum. Kvenfélag Ađaldćla annađist allar veitingar og bauđ upp á dýrindis lambasteik, kaffi og kökur á eftir. Guđni Braga var veislustjóri og stýrđi samkomunni međ miklum glćsibrag, síđan var dansađ fram eftir kvöldi viđ undirleik hljómsveitar Guđna Braga og félaga,

Til ađ lítiđ félag eins og Bocciadeild Völsungs geti tekiđ ađ sér svona stórt og krefjandi verkefni ađ standa fyrir íslandsmóti, ţarf ađ leita til margra um stuđning og ađstođ, bćđi einstaklinga, félaga og fyrirtćkja. Án mikils velvilja og góđrar ađstođar nćrsamfélagsins vćri ţetta ekki mögulegt. 

Bocciadeild Völsungs vill ţakka öllum ţeim fjölmörgu sem lögđust á eitt međ okkur, ađstođuđu  og styrktu á margvíslegan hátt.

EO

íslandsmót í Boccia

Sverrir Sigurđsson Völsungi lék til úrslita í 1. deild og hér kastar hann boltanum.

Íslandsmót í Boccia

Steinunn María úr Eik og Erla Björk úr Gný spiluđu til úrslita í 5. deild og hafđi Steinunn sigur. Hér á Erla Björk leik.

Međ ţví ađ smella á myndirnar er hćgt ađ fletta ţeim og skođa í stćrri upplausn.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744