Gengið til góðs

Það var gengið til góðs á Húsavík í morgun og þar fóru nemendur FSH fremstir í flokki.

Gengið til góðs
Almennt - - Lestrar 713

Ruth og Þórunn Birna gengu til góðs.
Ruth og Þórunn Birna gengu til góðs.

Það var gengið til góðs á Húsavík í dag og þar fóru nemendur FSH fremstir í flokki. Þetta er í sjöunda sinn þar sem safnað er fé með þessum hætti fyrir börnum í neyð í Afríku og víðar. 

Það er Rauði krossinn sem stendur fyrir söfnuninni en samtökin reka öflugt starf á stöðum á borð við Sierra Leone og Haítí þar sem lífskjör eru hvað verst á jörðinni. 

Að sögn Halldórs Valdimarssonar formanns Húsavíkurdeildar Rauða krossins tóku bæjarbúar vel á móti söfnunarfólki og létu sitt af hendi rakna til þessa góða málefnis.

Gengu til góðs

Framhaldsskólanemarnir Ruth Ragnarsdóttir og Þórunn Birna Jónsdóttir gengu til góðs í morgun.

BEVogSindri

Það gerðu Björn Elí Víðisson og Sindri Ingólfsson líka.

Sonja

Eftir að hafa gengið til góðs fengu sjálfboðaliðarnir pizzuveislu á Fosshótel Húsavík og hér eru þær Sonja Sif Þórólfsdóttir og Dagbjört Ingvarsdóttir að fá sér á diskinn.

Bendi 

Rauðakrossmaðurinn Bendedikt á fullu í skipulagningunni.

Gengið til góðs

Hér er hluti sjálfboðaliðanna ásamt Raupðakrossmönnunum Halldóri Valdimarssyni og Benedikt Kristjánssyni.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744