Gengið frá samkomulagi í dag við PCC

Fulltrúar Framsýnar/Þingiðnar gengu í dag frá samkomulagi við PCC um framkvæmd á vinnutímastyttingu sem tekur gildi um næstu mánaðamót meðal starfsmanna

Gengið frá samkomulagi í dag við PCC
Almennt - - Lestrar 215

Fulltrúar Framsýnar/Þingiðnar gengu í dag frá samkomulagi við PCC um framkvæmd á vinnutímastyttingu sem tekur gildi um næstu mánaðamót meðal starfsmanna PCC á Bakka og samið var um í síðustu kjarasamningum að tæki gildi 1. október 2020.

Samkvæmt samkomulaginu styttist vinnutíminn um 6 virka daga eða 48 dagvinnustundir á ársgrundvelli. Þegar mest var störfuðu um 150 starfsmenn hjá fyrirtækinu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðum var 80 starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp í sumar og hafa uppsagnirnar verið að koma til framkvæmda. Á næstu mánuðum munu því um 50 til 60 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu við  viðhald, rekstur og önnur störf innan fyrirtækisins.

Samkvæmt samkomulaginu styttist virkur vinnutími 1. október 2020 úr 37 klst. og 5 mín. á viku í 36 klst. að meðaltali á viku eða 156 klst. á mánuði m.v. meðalmánuð án skerðingar á mánaðarlaunum starfsmanns. Vinnutímastytting leiðir ekki til breytinga á vaktakerfi, fjölda dag- og yfirvinnustunda eða mánaðarlaunum.

Lesa meira um samninginn

Það voru Dögg Stefánsdóttir mannauðsstjóri PCC og Rúnar Sigurpálsson forstjóri PCC sem gengu frá samningnum í dag fyrir hönd fyrirtækisins. Frá stéttarfélögunum Framsýn og Þingiðn skrifaði Aðalsteinn Árni Baldursson undir samninginn. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744