Gengið frá kjöri á trúnaðarmönnum á fundi með starfsmönnum PCC

Framsýn stóð fyrir fundi með starfsmönnum PCC á þriðjudaginn í fundarsal stéttarfélaganna.

Gengið frá kjöri á trúnaðarmönnum á fundi með starfsmönnum PCC
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 557

Henrik Cater og Sigrún Hildur Tryggvadóttir.
Henrik Cater og Sigrún Hildur Tryggvadóttir.

Framsýn stóð fyrir fundi með starfsmönnum PCC á þriðjudaginn í fundarsal stéttarfélaganna.

Á fundinum var farið yfir starfsemi Framsýnar, viðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins vegna samkomulags sem unnið er að um kjör og aðbúnað starfsmanna PCC sem koma frá nokkrum þjóðlöndum.

Að lokum var gengið frá kjöri á tveimur trúnaðarmönnum starfsmanna. Starfsmennirnir, Sigrún Hildur Tryggvadóttir og Henrik Cater fengu góða kosningu og gildir kjör þeirra til tveggja ára. Þau verða trúnaðarmenn fyrir almenna framleiðslustarfsmenn og starfsfólk á skrifstofu PCC sem eru félagsmenn í Framsýn.

Næsta föstudag hafa síðan Þingiðn og Rafiðnaðarsamband Íslands boðað til fundar með iðnaðarmönnum sem starfa hjá PCC á Bakka. Þar verður sömuleiðis gengið frá kjöri á tveimur trúnaðarmönnum fyrir iðnaðarmenn.

Samtals verða því fjórir trúnaðarmenn starfandi hjá PCC BakkiSilikon hf., það er á vinnustað sem telur um 110 starfsmenn. (framsyn.is)


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744