Geimfarinn Scott Parazynski hlaut Könnunarverđlaun Leifs Eiríkssonar

Geimfarinn Scott Parazynski hlaut um helgina Könnunarverđlaun Leifs Eiríkssonar í lok Landkönnunarhátíđar á Húsavík.

Scott Parazynski. Lj. Könnunarsafniđ/GH
Scott Parazynski. Lj. Könnunarsafniđ/GH

Geimfarinn Scott Parazynski hlaut um helgina Könnunar-verđlaun Leifs Eiríkssonar í lok Landkönnunarhátíđar á Húsavík.

Í fréttatilkynningu segir ađ hátíđin hafi stađiđ í fjóra daga og lauk henni í gćrkvöldi međ ferđ geimfarans og forseta Íslands yfir hálendiđ.
 
Parazynski á ađ baki 5 geimferđir og 7 geimgöngur, auk ţess ađ vera eini geimfarinn sem hefur klifiđ Everest fjall. Hann hefur ferđast 37 milljón kílómetra í geimnum, m.a. í áhöfn međ John Glenn áriđ 1998, ţegar hann snéri aftur út í geim 77 ára sem elsti geimfarinn, en Glenn var fyrsti bandaríkjamađurinn til ađ fara á braut um jörđu áriđ 1962. Parazynski sem er lćknir framkvćmdi ýmsar rannsóknir á Glenn og áhrifum geimferđa á svo fullorđinn geimfara. Parazynski fćst auk ţess viđ köfun og hefur unniđ fjölda afreka á ţví sviđi.
 
Í flokki ungra landkönnuđa hlutu verđlaunin ţćr Tashi og Nungshi Malik frá Indlandi, en ţćr eru yngstar til ađ hafa náđ hćstu tindum allra heimsálfa og á báđa pólana, ađeins 23 ára gamlar. Í flokki söguverkefna hlaut áhöfn Drekans Haraldar Hárfagra frá Noregi verđlaunin, og tók sendiherra Noregs viđ verđlaununum fyrir ţeirra hönd. Ísafold Travel sem stendur ađ hátíđinni ásamt The Exploration Museum verđlaunuđu Chris Burkard, ljósmyndara og ćvintýramann, en hann er einn vinsćlasti landslagsljósmyndari Instagram međ yfir 2 milljónir fylgjenda og sýna margar mynda hans ótrúlegt landslag Íslands.
 
Hópur nemenda úr Borgarhólsskóla á Húsavík var auk ţess verđlaunađur vegna samkeppni sem skólinn og safniđ stóđu ađ í tengslum viđ hátíđina.
 
Geim­far­inn Scott Parazynski viđ verđlauna­af­hend­ing­una
 
Scott Parazynski viđ verđlauna­af­hend­ing­una en hann hlaut könnunarverđlaun Leifs Eiríkssonar 2016.
 
Forstei Íslands afhnedir Maliksystrunum verđlaunin
 
Ind­versku syst­urn­ar Tashi og Nungs­hi Malik hlutu verđlaun í flokki ungra land­könnuđa og hér afhendir Guđni Th. Jóhannesson forseti Íslands ţeim verđlaunin.
 
Nemendur úr Borgarhólsskóla
 
Nemendahópurinn úr Borgarhólsskóla á Húsavík ásamt Höskuldi Skúla Hallgrímssyni útibússtjóra Íslandsbanka og Guđna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.
 
Međfylgjandi myndir tók Gaukur Hjartarson.
 

  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744