Gauragangur í Samkomuhúsinu

Nýlega frumsýndu nemendur tíunda bekkjar leikritið Gauragangur í Samkomuhúsinu á Húsavík við reglulega góðar undirtektir.

Gauragangur í Samkomuhúsinu
Almennt - - Lestrar 590

Hjördís Óskarsdóttir og Jóhannes Óli Sveinsson.
Hjördís Óskarsdóttir og Jóhannes Óli Sveinsson.

Nýlega frumsýndu nemendur tíunda bekkjar leikritið Gauragangur í Samkomuhúsinu á Húsavík við reglulega góðar undirtektir.

Leikstjóri var Karen Erludóttir sem er nýútskrifuð úr leiklistanámi í Los Angeles. Höfundur verksins er Ólafur Haukur Símonarson. Verkið þekkja margir og það hefur víða verið sett upp. Leikfélag Húsavíkur setti verkið upp 1995 sömuleiðis við góðar undirtektir.

Ormur Óðinsson er 16 ára og rétt að klára grunnskólann. Hann er að sjálfsögðu snillingur og töffari en það þýðir ekki endilega að allt hans líf sé í góðum gír. Vinir, hugsjónir, fjölskylda, skoðanir, ljóð, óvinir, skóli og ást – allt blandast þetta saman og flækist hvað fyrir öðru í tvísýnu spili um hug hans og hjarta.

Þessir vanmetnu snillingar, að kúka í dósir og Barngóði hrægammurinn. Það muna margir eftir þessu. En æfingar hófust  fyrir skömmu og uppskeran nú ríkuleg. Uppsetningin er liður í fjáröflunar nemenda tíunda bekkjar fyrir skólaferðalag. Það fer mikið nám fram við verkefni sem þetta; að koma fram, skapa og túlka, stýra ljósum, hanna leikskrá og setja upp o.fl. Bæta þurfti við aukasýningu vegna eftirspurnar.

Uppsetningin tókst ákaflega vel og nemendur skólanum sínum til mikils sóma. Þeir vinna leiksigra, hver á sinna hátt, túlka persónur sínar vel og koma bæði söng og texta vel til skila. Takk fyrir krakkar./HBH

Hér koma nokkrar myndir sem ljósmyndari 640.is tók á síðustu æfingu fyrir frumsýningu og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

Gauragangur

Jóhannes Óli Sveinsson í hlutverki Orms Óðinssonar.

Gauragangur

Gauragangur

Gauragangur

Gauragangur

Gauragangur

Gauragangur

Gauragangur

Gauragangur

Gauragangur

Gauragangur

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744