Gamlárshlaupinu flýtt vegna slæmrar veðurspár

Vegna slæmrar veðurspár á Gamlársdag hefur verið tekin sú ákvörðun að flýta Gamlárshlaupi Völsungs til sunnudagsins 30. desember klukkan 11:00.

Gamlárshlaupinu flýtt vegna slæmrar veðurspár
Íþróttir - - Lestrar 415

 Vegna slæmrar veðurspár á Gamlársdag hefur verið tekin sú ákvörðun að flýta Gamlárshlaupi Völsungs til sunnudagsins 30. desember klukkan 11:00.

Allt annað er breytt, þ.e vegalengdir verða skemmtiskokk 3,5 km. 5 km. og 10 km. með tímatöku.

Að hlaupi loknu verða veitt útdráttarverðlaun og Sundlaug Húsavíkur býður þátttakendum ókeypis í sund.

Annars er veðurspáin fyrir Gamlársdag svona: Norðan hvassviðri eða stormur með snjókomu um landið norðanvert, en yfirleitt hægari fyrir sunnan og slydda með köflum. Dregur ört úr vindi og ofankomu um kvöldið, fyrst vestantil. Hiti 0 til 5 stig S-lands, en vægt frost fyrir norðan.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744