Gamla myndin - Sungu lög úr Vesalingunum í sal Borgarhólsskóla

Gamla myndin er eitthvađ sem mćtti birtast oftar á 640.is en hér kemur ţó ein.

Sungin lög úr Vesalingunum í sal Borgarhólsskóla.
Sungin lög úr Vesalingunum í sal Borgarhólsskóla.

Gamla myndin er eitthvađ sem mćtti birtast oftar á 640.is en hér kemur ţó ein.

Hún var tekin ţann 23. nóvember 2004 ţegar um sjötíu manns tóku ţátt í stórsýningu á vegum Tónlistarskóla Húsavíkur í sal Borgarhólsskóla.

Ţar var um ađ rćđa flutning helstu laga úr söngleiknum Vesalingunum eftir ţá Alan Boublil og Claude-Michel Schönberg.

Frá ţessu sagđi í Morgunblađinu:

Húsavík | Um sjötíu manns tóku ţátt í stórsýningu á vegum Tónlistarskóla Húsavíkur í sal Borgarhólsskóla á dögunum. Ţar var um ađ rćđa flutning helstu laga úr söngleiknum Vesalingunum eftir ţá Alan Boublil og Claude-Michel Schönberg. Söngleikinn er byggđur á samnefndri skáldsögu eftir Victor Hugo. 

Leikstjóri sýningarinnar var María Sigurđardóttir, söngstjóri Hólmfríđur Benediktsdóttir sem jafnframt söng eitt hlutverk og tónlistarstjóri var Aladár Racz. Aladár sá einnig um píanóundirleik í sýningunni og međ honum spiluđu ţeir Guđni Bragason, Ágúst Guđmundsson og Gudio Bäumer. Um lýsingu sá Erling Ţorgrímsson.

María Sigurđardóttir segir í leikskrá ađ hugmyndin ađ ţví ađ fćra Vesalingana á sviđ hafi kviknađ síđastliđinn vetur. "Í fyrstu fannst mér hugmyndin óskaplega spennandi en síđan fóru ađ renna á mig tvćr grímur, hvar ćtti ég ađ fá söngvara til ađ syngja ţessi erfiđu hlutverk, hvar ćtti ég ađ fá risakóra. En af ţví viđ Hólmfríđur höfum alltaf veriđ of vitlausar til ađ skilja ađ ţađ er ekki hćgt ađ gera allt sem viđ viljum hér fyrir norđan, ţá ákváđum viđ bara ađ kýla á ţetta. Viđ fengum Aladár í liđ međ okkur og hófum ađ leita ađ söngvurum. Ţađ gekk ótrúlega vel ađ sannfćra óskasöngvarana um ađ ţađ vćri nú snjallt ađ taka ţátt í ţessu," skrifar María. 

Auk einsöngvaranna tóku Samkór Húsavíkur og Stúlknakór Húsavíkur ţátt í sýningunni. Ţeir sem tóku ţátt í sýningunni komu víđa ađ úr Ţingeyjarsýslum en međ helstu hlutverk fóru Baldvin Kr. Baldvinsson, Kristján Ţ. Halldórsson, Dóra Ármannsdóttir, Judit György, Ásta Magnúsdóttir og Kristján Halldórsson. Ţingeyingar tóku sýningunni vel og var uppselt á sex sýningar, ţannig ađ tćplega sex hundruđ manns sáu verkiđ.

Vesalingarnirí sal Borgarhólsskóla


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744