Gamla myndin - Þóttu illa þefjandi

Það er vel við hæfi að gamla myndin að þessu sinni tengist Hvalasafninu sem var í fréttum um helgina.

Gamla myndin - Þóttu illa þefjandi
Almennt - - Lestrar 401

Þorvaldur, Jón Ásberg og Ásbjörn.
Þorvaldur, Jón Ásberg og Ásbjörn.
Það er vel við hæfi að gamla myndin að þessu sinni tengist Hvalasafninu sem var í fréttum um helgina.
 
Myndin var tekin 28. febrúar 2003 og sýnir þá Ásbjörn Björgvinsson þáverandi framkvæmdastjóra Hvalasafnsins á Húsavík, Þorvald Björnsson hamskeri hjá Náttúru-fræðistofnun Íslands og Jón Ásberg Salómonsson.
 
Þeir voru að taka tvo sundurhlutaða hvali af pallbíl við Saltvík en þarna var um að ræða háhyrning og grindhval sem báða rak á fjörur við Suðausturland, nálægt Stokksnesi.

Annan þeirra hafði rekið á land rúmu ári áður þarna var komið við sögu en hinn nokkrum mánuðum síðar.

Þorvaldur og Jón Ásberg komu með þá frá Hornafirði og vöktu víst athygli þar sem þeir höfðu viðdvöl á leiðinni, þóttu illa þefjandi.

Þorvaldur, Jón Ásberg og Ásbjörn
Þorvaldur, Jóns Ásberg og Ásbjörn glaðbeittir á svip.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744