Gamla myndin - Snjóþungi á Húsavík

Gamla myndin að þessu sinni er reyndar gömlu myndirnar því þær eru fjórar talsins.

Gamla myndin - Snjóþungi á Húsavík
Gamla myndin - - Lestrar 851

Snjóþungi á Húsavík fyrir 50 árum.
Snjóþungi á Húsavík fyrir 50 árum.

Gamla myndin að þessu sinni er reyndar gömlu myndirnar því þær eru fjórar talsins.

Myndirnar eru hálfrar aldar gamlar teknar af Hreiðari Olgeirssyni og sýna mikinn snjó á Húsavík, nánar tiltekið niður á hafnarstétt.

Á hvíta kanti myndanna stendur feb 1966 sem er framköllunar ár og mánuður en hvenær þær eru nákvæmlega teknar er vefstjóri ekki alveg með á hreinu.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

Snjóþungi á Húsavík

Horft í norður, Síldarverksmiðjan tv. og Fiskiðjusamlagið tv.

Snjóþungi á Húsavík

Stillansar hafa gefið sig undan snjóþunganum eða veðurofsa.

Snjóþungi á Húsavík

Kallarnir byrjaðir að moka.

Snjóþungi á Húsavík

Verbúðirnar og Helguskúr, fannfergi í sundinu.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744