Gamla myndin - Sambýlingarnir á sviði Samkomuhússins

Leikfélag Húsavíkur æfir nú að kappi verk vetrarins og því ekki úr vegi að gamla mynd vikunnar sé tekin á sviði Samkomuhússins.

Gamla myndin - Sambýlingarnir á sviði Samkomuhússins
Gamla myndin - - Lestrar 597

Gunnar Jóhannsson í hlutverki sínu í Sambýlingunum
Gunnar Jóhannsson í hlutverki sínu í Sambýlingunum

Leikfélag Húsavíkur æfir nú að kappi verk vetrarins og því ekki úr vegi að gamla mynd vikunnar sé tekin á sviði Samkomuhússins.

Myndin, sem var tekin í febrúar 2005 þegar styttist í frumsýningu á Sambýlingunum eftir bandaríska leikskáldið Tom Griffin, sýnir Gunnar Jóhannsson í hlutverki sínu.

Leikstjórn var í höndum Odds Bjarna Þorkelssonar og var um Íslandsfrumsýningu að ræða.

Morgunblaðið sagði svo frá 25. febrúar:

Leikfélag Húsavíkur frumsýnir í kvöld nýtt leikrit, Sambýlinga, í gamla Samkomuhúsinu á Húsavík. Verkið er eftir bandaríska leikskáldið Tom Griffin og það heitir á frummálinu "The Boys next door". Sýning Leikfélags Húsavíkur er frumsýning leikverksins hér á landi.

Leikstjóri sýningarinnar er Oddur Bjarni Þorkelsson. Hann sá einnig um að þýða verkið á íslensku, sérstaklega fyrir Leikfélag Húsavíkur. Sambýlingarnir er gamanleikrit, tuttugu ára gamalt, og gerist á sambýli fyrir þroskahefta karlmenn og segir frá því hvernig þeir takast á við lífið og tilveruna.

Leituðu til fagfólks

Þrettán hlutverk eru í sýningunni og eru þau flest í höndum þrautreyndra leikara úr leikfélaginu. Við undirbúning uppfærslunnar fengu leikstjóri og leikarar ráðgjöf og tilsögn fagfólks í málefnum þroskaheftra. Eins hafa aðstandendur þroskaheftra komið og fylgst með æfingum og að sögn eins leikarans, Gunnars Jóhannssonar, skilar þetta sér allt saman á sviðinu.

Gunni Jó

Gunnar Jóhannsson í hlutverki sínu í Sambýlingunum.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744