Gamla myndin - Rainbow Warrior á Húsavík

Gamla myndin að þessu sinni er frá árinu 2003 og sýnir skip Grænfriðunga, Rainbow Warrior, koma til hafnar á Húsavík.

Gamla myndin - Rainbow Warrior á Húsavík
Gamla myndin - - Lestrar 564

Rainbow Warriror kemur til hafnar.
Rainbow Warriror kemur til hafnar.

Gamla myndin að þessu sinni er frá árinu 2003 og sýnir skip Grænfriðunga, Rainbow Warrior, koma til hafnar á Húsavík.

Bátar Norðursiglingar sem siglt höfðu til móts við skipið á Skjálfanda sigldu með því síðasta spölinn til hafnar.

Morgunblaðið greindi svo frá komunni 16. september en skipið kom til Húsavíkur 12. september:

Rainbow Warrior, skip Grænfriðunga, kom til hafnar á Húsavíkur á föstudagsmorgun á ferð sinni um Ísland. Samferða skipinu síðasta spölinn voru nokkrir hvalaskoðunarbátar sem siglt höfðu til móts við það út á Skjálfanda.

Rainbow Warrior lagðist við Norðurgarð og tók bæjarstjóri á móti skipinu. Bauð hann skipverja velkomna og færði skipstjóranum flagg Húsavíkurbæjar. Lýstu skipverjar yfir ánægju með móttökurnar, en þeir hugðust dvelja hér næturlangt. Talsmenn Grænfriðunga fóru um bæinn, m.a. í framhaldsskólann þar sem rætt var við nemendur og starfsfólk. Rætt var við bæjaryfirvöld auk þess sem haldinn var fundur með ferðaþjónustuaðilum í Hvalamiðstöðinni. Þá var bæjarbúum boðið að skoða skipið.

Rainbow Warrior

Rainbow Warrior kemur til hafnar á Húsavík í fylgd hvalaskoðunarbáta sem siglt höfðu til móts við það út á Skjálfanda.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744