Gamla myndin - Nýtt nafn á skipið

Gamla myndin að þessu sinni er 10 ára upp á dag, tekin 26. september árið 2006.

Gamla myndin - Nýtt nafn á skipið
Gamla myndin - - Lestrar 736

Stefán Geir Jónsson og Brynjar Freyr Jónsson.
Stefán Geir Jónsson og Brynjar Freyr Jónsson.

Gamla myndin að þessu sinni er 10 ára upp á dag, tekin 26. september árið 2006.

Hún sýnir skipsfélagana Stefán Geir Jónsson og Brynjar Frey Jónsson þar sem þeir eru að mála nýtt nafn á Björgu Jónsdóttur ÞH 321 sem nýverið hafði verið seld frá Húsavík.

Morgunblaðið sagði svo frá:

Nú hefur nóta- og togskipið Björg Jónsdóttir ÞH 321 fengið nýtt nafn, Krossey SF 20. Skipið hefur legið að undanförnu við bryggju á Húsavík þar sem unnið hefur verið að ýmsu viðhaldi og nú er búið að skipta um nafn. Það voru stýrimennirnir Brynjar Freyr Jónsson og Stefán Geir Jónsson (fjær) sem það gerðu og reiknuðu þeir með að halda til síldveiða í þessari viku fyrir nýja eigendur skipsins Skinney Þinganes.

Stefán Geir og Brynjar Freyr

Stýrimennirnir Brynjar Freyr Jónsson og Stefán Geir Jónsson (fjær) mála nýtt nafn á Björgu Jónsdóttur ÞH.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744