Gamla myndin - Kallarnir Íslandsmeistarar í strandbolta

Gamla myndin að þessu sinni er frá Mærudögunum 2003 sem haldnir voru helgina eftir Verslunarmannahelgina það ár.

Gamla myndin - Kallarnir Íslandsmeistarar í strandbolta
Gamla myndin - - Lestrar 620

Kallarnir Íslandsmeistarar í strandbolta 2003.
Kallarnir Íslandsmeistarar í strandbolta 2003.

 Gamla myndin að þessu sinni er frá Mærudögunum 2003 sem haldnir voru helgina eftir Verslunarmannahelgina það ár.

Meðal atriða var Íslandsmeistara-mót í strandbolta og gamla myndin er einmitt af sigur-vegurum mótsins, liði Kallanna.

Mogginn sagði svo frá:

Fyrsta Íslandsmótið í strandbolta, Mountain Dew-mótið, fór fram í blíðskaparveðri á Húsavík um sl. helgi. Var það haldið í tengslum við Mærudagana sem stóðu yfir í bænum. 

Til úrslita léku lið Kallanna og Sumarliða og var jafnt að loknum venjulegum leiktíma eftir hörkuleik. Þá var brugðið á það ráð að leika þar til annaðhvort liðið myndi skora og sigra á svokölluðu gullmarki. Þar voru Kallarnir fyrri til og eru því fyrstu meistararnir í strandbolta. 

Lið Kallanna skipuðu þeir Kristján Breiðfjörð Svavarsson, Arnar Þór Sigurðsson, Magnús Halldórsson, Dagur Dagbjartsson, Gunnar Jónsson, Sigurður Þór Einarsson og Baldur Kristjánsson. Fengu þeir vegleg verðlaun því utan verðlaunapeninga og bikars fengu þeir 25 þúsund króna peningaverðlaun og pitsuveislu.

 

Kallarnir

Lið Kallanna: efri röð fv. Maggi Halldórs, Arnar Þór, Dagur Dagbjarts og Kristján Breiðfjörð. Neðri röð fv. Gunni Jóns, Sigurður Þór og Baldur Kristjáns.

Með því að smella á mydnina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744