Gamla myndin - Jónsmessuganga á Höfđagerđissand

Gamla myndin ađ ţessu sinni er frá Jónsmessugöngu sem farin var um Jónsmessuna áriđ 2002.

Gamla myndin - Jónsmessuganga á Höfđagerđissand
Gamla myndin - - Lestrar 578

Varđeldurinn logađi glatt í fjörunni.
Varđeldurinn logađi glatt í fjörunni.

Gamla myndin ađ ţessu sinni er frá Jónsmessugöngu sem farin var um Jónsmessuna áriđ 2002.

Ţá stóđu LC-konur á Húsavík fyrir Jónsmessugöngu og var gengiđ sem leiđ lá frá Gónhól ađ Eyvíkurfjöru eđa Höfđagerđissandi sem fjaran heitir réttu nafni.

Veđriđ var eins og best var á kosiđ og lék viđ göngufólkiđ sem var á öllum aldri eins og sagđi í Morgunblađinu sem birti frétt um gönguna.

Ţar sagđi einnig:

Um 80 manns tóku ţátt í göngunni og ţegar í fjöruna var komiđ var buđu LC-konur upp á veitingar, kveiktur var varđeldur og sungiđ viđ gítarspil Sigurđar Illugasonar. Međan ţeir eldri sungu léku börnin sér í flćđarmálinu, reyndu m.a. ađ láta steinvölur fleyta kellingar og nutu sum ţau yngri ađstođar ţeirra sem eldri voru.

Hvort ţađ var söngurinn sem lađađi ađ ađra en göngufólkiđ sjálft skal ósagt látiđ en međan á ţessu stóđ sást selur eđa selir fylgjast međ og tvćr seglskútur komu siglandi inn međ Tjörnesi áleiđis til Húsavíkur.

Gamla myndin-Jónsmessuganga 2002Varđeldurinn logađi glatt í fjörunni á Höfđagerđissandi. Sólarlagiđ var ekki til ađ skemma stemninguna, Lundey í baksýn.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744