Gamla myndin - Fimm ár frá því Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur

Gamla myndin að þessu sinni var tekin fyrir sléttum fimm árum þegar flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur.

Röðull og Kuggi á tali við Hálfdán flugstjóra.
Röðull og Kuggi á tali við Hálfdán flugstjóra.

Gamla myndin að þessu sinni var tekin fyrir sléttum fimm árum þegar flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur.

Það var flugvélin TF-ORC undir stjórn Hálfdáns Ingólfssonar sem flaug þetta fyrsta áætlunarflug Ernis til Húsavíkur og á þessum fimm árum hafa um 63.000 farþegar farið um völlinn. 

Það var mikil hátíð í Aðaldalnum þennan dag og um 300 manns fögnuðu því að áætlunarflug var aftur komið á eftir 12 ára hlé.

Gamla myndin Á myndinni eru flugvallarstarfsmennirnir Röðull Reyr Kárason og Baldur Ófeigur Einarsson, eða Kuggi eins og hann var jafnan kallaður, á tali við Hálfdán flugstjóra meðan þeir þjónustuðu vélina. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Hér má lesa frétt 640.is og skoða myndir og myndskeið frá því þegar áætlunarflugið hófst. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744