Gamla myndin - Fengu 10 rjúpur fyrsta veiðidaginn

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun og því er upplagt að gamla myndin að þessu sinni tengist rjúpnaveiði.

Gamla myndin - Fengu 10 rjúpur fyrsta veiðidaginn
Gamla myndin - - Lestrar 684

Jósef Matthíasson með feng sinn.
Jósef Matthíasson með feng sinn.

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun og því er upplagt að gamla myndin að þessu sinni tengist rjúpnaveiði.

Myndin var tekin á fyrsta degi rjúpnaveiðitímabilsins 2005 sem var það fyrsta að loknu tveggja ára veiðibanni.

Morgunblaðinu birti eftirfarandi frétt.

Jósef Matthíasson var einn margra húsvískra veiðimanna sem héldu til rjúpnaveiða á laugardaginn þegar veiði hófst að nýju eftir tveggja ára veiðibann.

Hann hélt á Þeistareykjasvæðið með félaga sínum Birgi Mikaelssyni og höfðu þeir 10 rjúpur upp úr krafsinu. Þeir sögðu ekki mikið af rjúpu á svæðinu, a.m.k. ekki þennan dag og hún væri ljónstygg. Höfðu þeir svipaða sögu að segja af þeim veiðimönnum sem þeir höfðu spurnir af og hittu á þessu svæði í ferð sinni.

En þeir Jósef og Birgir voru þó kampakátir með feng fyrsta dagsins og sögðu að ekki mætti taka allan skammtinn í fyrstu ferð, nú væri ástæða til að fara aftur síðar.

Jósef Matthíasson

Jósef Matthíasson með feng fyrsta veiðidags rjúpnaveiðitímabilsins 2005.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744