Gamla myndin - Bröttuhlíð. Þórshamar og Auðbrekka

Gamla myndin að þessu sinni var tekin í ágúst 1981 og sýnir m.a þrj hús sem stóðu þá hér í bæ.

Gamla myndin - Bröttuhlíð. Þórshamar og Auðbrekka
Gamla myndin - - Lestrar 358

Bröttuhlíð. Þórshamar og Auðbrekka.
Bröttuhlíð. Þórshamar og Auðbrekka.

Gamla myndin að þessu sinni var tekin í ágúst 1981 og sýnir m.a þrj hús sem stóðu þá hér í bæ.

Þetta eru Bröttuhlíð og Þórshamar ásamt Auðbrekku. Bröttuhlíð og Auðbrekka eru enn á sínum stað, Bröttuhlíð við Skálabrekku og er nr. 11 og Auðbrekka við samnefnda götu og er nr. 8.

Þórshamar var fluttur út á Mánárbakka og í húsinu opnaði Minjasafnið á Mánárbakka 18. júní 1995. Húsnæði safnsins var síðan stækkað er byggður var þriggja bursta bær sem nefndur er Lækjarbakki og hýsir þá safnmuni sem ekki var rúm fyrir í Þórshamri.

Bröttuhlíð, Þórshamar og Auðbrekka.

Myndina tók Hreiðar Olgeirsson og með því að smella á hana er hægt að skoða hana í stærri upplausn.



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744