Gamla myndin - Börnin studdu Ínu í Idolinu

Gamla myndin að þessu sinni er einungs tíu ára gömul og tekin í Bjarnahúsi þegar þar var rekinn leikskóli.

Gamla myndin - Börnin studdu Ínu í Idolinu
Gamla myndin - - Lestrar 649

Börnin í Bjarnahúsi með Ínuspjöldin á lofti.
Börnin í Bjarnahúsi með Ínuspjöldin á lofti.

Gamla myndin að þessu sinni er einungis tíu ára gömul og tekin í Bjarnahúsi þegar þar var rekinn leikskóli.

 
Þetta var 6. apríl og mikil spenna í bænum enda úr­slitaþátturinní Idol stjörnu­leit­inni framundan þar sem húsa­vík­ur­mær­in Ína Val­gerður Pét­urs­dótt­ir söng til úr­slita gegn Snorra Snorra­syni. 
 
Í frétt fréttaritara Morgunblaðsins á mbl.is þann 6. apríl 2006 sagði m.a:
 
Börn­in á leik­sól­an­um í Bjarna­húsi eru eng­in und­an­tekn­ing þar á og í morg­un tóku þau sig til og föndruðu við að setja mynd af Ínu á prik. Ínuprik­inu ætla þau síðan að veifa Ínu til stuðnings þegar þau fylgj­ast með keppn­inni í Stöð 2.


Þegar börn­in stilltu sér upp til mynda­töku veifuðu þau Ínu­spjöld­un­um og hrópuðu Ína, Ína, Ína svo und­ir tók í þessu tæp­lega hundrað ára húsi. Hróp­in verða því vel æfð þegar keppn­in fer fram en blásið verður til mik­ill­ar Idol-veislu á Hót­el Húsa­vík.

Gamla myndin- Börnin í Bjarnahúsi

Ína, Ína, Ína hrópuðu börn­in í Bjarna­húsi og veifuðu spjöld­un­um sem þau bjuggu til fyrir úrslitaþáttinn í Idol stjörnuleitinni .

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744