Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins lagðist að bryggju á Húsavík í morgun.

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins
Almennt - - Lestrar 336

Sea Explorer við Bökugarðinn
Sea Explorer við Bökugarðinn

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins lagðist að bryggju á Húsavík í morgun.

Þar var á ferðinni Sea Explorer 1 sem skráð er á Bahamas með heimahöfn í Nassau.

Skipið tekur 114 farþega og fóru þeir m.a. í skoðunarferðir um Þingeyjarsýslu með Fjallasýn.

Og það eru fleiri skip væntanleg næstu daga og á morgun verða tvö skip í höfn

Annars lítur listinn yfir skipakomur sumarsins svona út að frátöldu Sea Explorer 1:

Fram 29.maí 2015 frá 07:00 til 13:00

Ocean Diamond 29 maí. frá 08:00-24:00. Kemur upp að bryggju 13:00.

SAGA PEARL 30. maí frá 07.00 til 14.00.

SEA EXPLORER 07. júní frá 07.00 til 23.59.

SEA SPIRIT 08. júní frá 08.00 til 19.00.

BERLIN 04. júlí.

BERLIN 12. júlí.   

LE BOREAL 27. júlí frá 07.00 til 16.00            

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744