Fyrsta farţegarnir frá Bretlandi lentir á Akureyri - Aron Einar mćtti í Cardiff

Í hádeginu í dag lenti Boeing vél flugfélagsins Enter Air á Akureyrarflugvelli, međ fyrstu bresku ferđamennina innanborđs sem koma međ beinu flugi frá

Fyrstu farţegar Super Break komnir til Akureyrar.
Fyrstu farţegar Super Break komnir til Akureyrar.

Í hádeginu í dag lenti Boeing vél flugfélagsins Enter Air á Akureyrarflugvelli, međ fyrstu bresku ferđamennina innanborđs sem koma međ beinu flugi frá Bretlandi á vegum ferđaskrifstofunnar Super Break. 

Ţetta markar tímamót í ferđaţjónustu á Norđurlandi ţví Super Break áformar ađ fljúga til Akureyrar áfram nćstu misserin og ađ miklu leyti á ţeim tíma ársins sem hingađ til hefur veriđ rólegri í ferđaţjónustu. 

Super Break

Ţórdís Kolbrún ferđamálaráđherra og bćjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, klipptu á borđa á Akureyrarflugvelli í dag og ţar međ hófst nýr kafli í ferđaţjónustu á Norđurlandi.

Bresku ferđamennirnir voru ánćgđir ţegar ţeir lentu, en mikil ásókn hefur veriđ í ţessar ferđir Super Break og hafa yfir 95 prósent flugsćta ţegar veriđ seld. Slíkt telst mjög góđur árangur! Isavia bauđ ţeim upp á pönnukökur og íslenskt vatn, sem vakti mikla lukku.

Super break

Bođiđ var upp á íslensk vatn og pönnukökur.

 

Aron Einar mćtti á flugvöllinn í Cardiff

Á flugvöllinn í Cardiff mćtti landsliđsfyrirliđi Íslands í knattspyrnu, Aron Einar Gunnarsson, en hann spilar semkunnugt er međ knattspyrnuliđi borgarinnar. Aron Einar tók ţátt í fögnuđi Super Break ţar ytra, spjallađi viđ farţega og sagđi ţeim frá Bjórböđunum á Árskógssandi, en hann er einn af eigendum fyrirtćkisins. Ţá tók velskur kór nokkur falleg íslensk lög fyrir ferđalangana, eitt af ţeim var Heyr himnasmiđur, og hlaut lof fyrir.

Aron Einar

Aron Einar Gunnarsson mćtti á flugvöllinn í Cardiff.


„Sprettur af mikilli framsýni“

Markađsstofa Norđurlands og Isavia buđu til fögnuđar á Akureyrarflugvelli í tilefni af ţessu, en á međal rćđumanna var Ţórdís Kolbrún Reykfjörđ Gylfadóttir, ferđamálaráđherra. Í rćđu sinni sagđi hún ađ ţessar 

flugferđir yrđu mikil lyftistöng fyrir fyrirtćki á svćđinu og ađ samfélagiđ í heild nyti góđs af ţeim. „Uppskeran sem viđ verđum hér vitni ađ er alls ekki sjálfgefin. Hún sprettur af mikilli framsýni ađila hérna fyrir norđan, sem hafa haft skýra sýn og óbilandi trú á möguleikum á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll á hvađa árstíma sem er,“ sagđi Ţórdís Kolbrún.

„Bara byrjunin“

Arnheiđur Jóhannsdóttir, framkvćmdastjóri Markađsstofu Norđurlands, var ađ vonum mjög ánćgđ međ daginn. „Viđ erum búin ađ vinna ađ ţessu verkefni frá stofnun Flugklasans Air 66N áriđ 2011 og höfum veriđ ađ kynna Norđurland markvisst fyrir breskum ferđaskrifstofum og flugfélögum. Ţetta flug er bara byrjunin og viđ eigum eftir ađ sjá aukningu í beinu flugi til Akureyrar á nćstunni. Ţessi árangur hefur náđst vegna ţess ađ ferđaţjónustufyrirtćki og sveitarfélög á öllu Norđurlandi hafa stađiđ saman í ţessu verkefni og haft óbilandi trú á ţví ađ Norđurland sé eftirsóknarverđur og spennandi áfangastađur.“

Super Break


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744