FSH varð í þriðja sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna

Ruth Ragnarsdóttir úr FSH kom sá og sigraði næstum því í Söngkeppni framhaldsskólanna í kvöld.

Ruth stóð sig með stakri prýði í kvöld.
Ruth stóð sig með stakri prýði í kvöld.

Ruth Ragnarsdóttir úr FSH kom sá og sigraði næstum því í Söngkeppni framhaldsskólanna í kvöld. Hún söng lagið I found a boy eftir Adele með glæsibrag og hafnaði í þriðja sæti.

Á eftir VMA og Tækniskólanum sem bar sigur úr býtum en Karlakór sjómannaskólans söng lagið Stolt siglir fleyið mitt eftir Gylfa Ægisson

En íbúar Norðurþings sem og aðrir Þingeyingar geta samt glaðst yfir sigri Tækniskólans því í karlakórnum áttum við amk. tvo fulltrúa.

Og báðir eru þeir frá Kópaskeri, þetta eru kórstjórinn Þórhallur Barðason og Agnar Ólason sem nemur vélstjórn við skólann.

640.is sendi Ruth og þeim félögum hamingjuóskir.

Armann

Hér er Agnar í stafni á grásleppubátnum Ármanni ÞH vorið 2009 en Einar bróðir hans stýrir fleyinu.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744