Fríða í Sjávarborg 100 ára í dag

Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir er 100 ára í dag 20. mars en flestir þekkja hana sennilega best sem Fríðu í Sjávarborg.

Fríða í Sjávarborg 100 ára í dag
Fólk - - Lestrar 734

Fríða í Sjávarborg 100 ára í dag.
Fríða í Sjávarborg 100 ára í dag.

Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir er 100 ára í dag 20. mars en flestir þekkja hana sennilega best sem Fríðu í Sjávarborg.

Fríða fæddist á Saurbæ á Langanesströnd í Norður-Múlasýslu, dóttir Sigurðar Árnasonar bónda og Guðbjargar Stefaníu Þorgrímsdóttur. Hún var þriðja elst sex systra.

Um tvítugt flutti hún til Húsavíkur og giftist Þór Péturssyni útgerðarmanni 1940. Hann andaðist 1989, en þau eignuðust sex börn og eru fjögur þeirra á lífi.

Þau bjuggu í Sjávarborg en þaðan flutti Fríða á dvalarheimilið Hvamm í janúarmánuði 2019, þá tæplega 99 ára gömul.

Þar sem heimsóknarbann er á Hvammi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 gátu vinir og ættingjar því ekki fagnað með henni. Nokkrir afkomendur hennar komu þó saman við Hvamm og sungu fyrir hana afmælissönginn úr góðri fjarlægð.

Ljósmynd 640.is

Fríða veifar til afkomenda af svölum Hvamms.

Ljósmynd 640.is

Afmælissöngurinn sunginn.

Ljósmynd 640.is

Afmælisbarnið hlýðir á söng afkomendanna.

Ljósmynd 640.is

Hér hefur afmælisbarnið sagt enn eitt gullkornið.

En það er ekki þar með sagt að engin sé afmælisveislan því á Hvammi var skreytt með blöðrum og boðið upp á lambalæri í hádeginu í tilefni dagsins. Ís og ávextir í eftirmat og síðan bauð afmælisbarnið upp á rjómatertu með síðdegiskaffinu.

Ljósmynd aðsend.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.




  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744