Fréttaþulur BBC veitir landkönnunarverðlaun á Húsavík

Landkönnunarhátíð á Húsavík hefur staðið síðustu 3 daga og verður hápunktur hátíðarinnar í dag þegar Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar, Leif Erikson

Fréttaþulur BBC veitir landkönnunarverðlaun á Húsavík
Fréttatilkynning - - Lestrar 668

Babita Sharma.
Babita Sharma.

Landkönnunarhátíð á Húsavík hefur staðið síðustu 3 daga og verður hápunktur hátíðarinnar í dag þegar Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar, Leif Erikson Exploration Awards, verða veitt í þriðja sinn. 

Babita Sharma, fréttaþulur BBC World News mun kynna verðlaunin í dag, en síðustu tvö ár hafa tveir forsetar Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Ólafur Ragnar Grímsson, veitt verðlaunin fyrir hönd Könnunarsafnsins sem stendur að hátíðinni. 
 
Í tilkynningu segir að þátttakendur í hátíðinni í ár séu meðal annara Alex Bellini sem fyrr á þessu ári fór yfir Vatnajökul og hefur m.a. farið einn í 227 daga róður yfir Atlantshafið, og Edurne Pasaban sem er fyrst kvenna til að klífa öll 14 fjöll heims yfir 8 þúsund metrum. 
 
Verðlaunin hafa áður m.a. verið veitt Harrison Schmitt tunglfara, hinum Indversku Malik systrum, siglingakonunni Jessicu Watson sem fór 16 ára umhverfis hnöttin, og áhöfn Haraldar Hárfagra. Hátíðinni lýkur á morgun. 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744