Framtíð Grímsstaðafélags óráðin

Það verður hlutverk nýrrar stjórnar GÁF ehf., félags sveitarfélaga á Norður- og Austurlandi um kaup á hluta Grímsstaða á Fjöllum, að ákveða hvort

Framtíð Grímsstaðafélags óráðin
Almennt - - Lestrar 215

Á Grímsstöðum á Fjöllum. Lj. Auður Björk.
Á Grímsstöðum á Fjöllum. Lj. Auður Björk.

Það verður hlutverk nýrrar stjórnar GÁF ehf., félags sveitarfélaga á Norður- og Austurlandi um kaup á hluta Grímsstaða á Fjöllum, að ákveða hvort verkefninu verður haldið áfram. 

Þetta var ákveðið á aðalfundi félagsins í dag en rúv.is greinir frá þessu nú í kvöld.

Björn Ingimarsson, fulltrúi nýrrar stjórnar, segir ekki hægt á þessari stundu að meta hvert framhaldið verður. Stjórnin vinni nú tillögur og leggi þær fyrir þau sex sveitarfélög sem að verkefninu standa. Væntanlega verði boðað til nýs fundar fyrir mánaðarmót.

GÁF ehf. var stofnað með það að markmiði að kaupa hluta lands á Grímsstöðum á Fjöllum og leigja það kínverska auðmanninum Huang Nubo. Verulegur dráttur hefur orðið á að félagið nái markmiði sínu. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2013 skuldar GÁF ehf. 9 milljónir króna. (ruv.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744