Framsýn - Viðræður við Erni um áframhaldandi samstarf

Í dag hófust viðræður í Reykjavík milli Framsýnar og Flugfélagsins Ernis um áframhaldandi sérkjör félagsmanna á flugleiðinni Húsavík-Reykjavík.

Í dag hófust viðræður í Reykjavík milli Framsýnar og Flugfélagsins Ernis um áframhaldandi sérkjör félagsmanna á flugleiðinni Húsavík-Reykjavík.

Á heimasíðu Framsýnar segir að samkomulagið hafi byggst á því að Framsýn, í umboði stéttarfélag-anna í Þingeyjarsýslum, hefur verslað ákveðið magn af flugmiðum af flugfélaginu á sérkjörum fyrir félagsmenn stéttarfélaganna.

Á síðustu 12 mánuðum hafa um 5.000 flugmiðar verið seldir í gegnum stéttarfélögin til félagsmanna. Almenn ánægja hefur verið með samstarfið og binda stéttarfélögin vonir við að nýr samningur milli aðila verði undirritaður fyrir jól svo sérkjörin haldist áfram á næsta ári.

Núverandi samkomulag rennur út um áramótin.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744