Framsýn styrkir knattspyrnudeild Völsungs

Framsýn og Íþróttafélagið Völsungur hafa gert með sér samstarfssamning til tveggja ára er varðar stuðning félagsins við knattspyrnudeild Völsungs.

Framsýn styrkir knattspyrnudeild Völsungs
Almennt - - Lestrar 204

Jónas Halldór, Aðalsteinn Árni og Víðir.
Jónas Halldór, Aðalsteinn Árni og Víðir.

Framsýn og Íþróttafélagið Völsungur hafa gert með sér samstarfssamning til tveggja ára er varðar stuðning félagsins við knattspyrnudeild Völsungs.

Samningurinn var undirritaður í morgun.

Framsýn hefur í gegnum tíðina stutt vel við bakið á starfssemi Völsungs með stuðningi við flestar deildir félagsins og er nýji samningurinn framlenging á því góða samstarfi. 

Ekki þarf að efast um mikilvægi Völsungs sem gegnir mikilvægu hlutverki í æskulýðs- og íþróttastarfi í héraðinu. 

Liður í því er að fyrirtæki og félagasamtök styðji vel við bakið á íþróttafélaginu til að auðvelda þeim að ná fram markmiðum sínum í uppbyggjandi starfi.

Við undirskriftina þakkaði  Jónas Halldór framkvæmdastjóri Völsungs  Framsýn fyrir stuðninginn í gegnum tíðina og sagði mikla ánægju með nýja samstarfssamninginn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744