Framkvæmdir við Goðafoss

Framkvæmdir eru nú við Goðafoss líkt og undanfarin sumur.

Framkvæmdir við Goðafoss
Almennt - - Lestrar 425

Við Goðafoss.
Við Goðafoss.

Framkvæmdir eru nú við Goðafoss líkt og undanfarin sumur.

Í ár fékk sveitarfélagið úthlutuðum styrk að upphæð 28,6 millj.kr. til verkefnisins frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Dagbjartar Jónsdóttur sveitarstjóra til íbúa Þingeyjarsveitar. Helstu verkefni sem eru á áætlun í ár eru útsýnispallur, tröppur og stígar að vestanverðu við fossinn sem og frekari frágangur að austanverðu.

Að austanverðu hefur bílastæðið verði stækkað og eru nú stæði fyrir um 90 bíla. Einnig er fyrirhugað að endurgera og stækka bílastæðið að vestanverðu og sótt hefur verið um fjármagn í það verkefni.

Markmiðið með þessum framkvæmdum við Goðafoss er að bæta aðgengi, tryggja öryggi og vernda náttúruna á svæðinu.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744