Fötlunarráđ í Norđurţingi

Miđvikudaginn 30. janúar kom fötlunarráđ Norđurţings saman í fyrsta skipti í kjölfar nýrra laga sem tóku gildi 1. október 2018.

Fötlunarráđ í Norđurţingi
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 428

Fötlunarráđ Norđurţings.
Fötlunarráđ Norđurţings.

Miđvikudaginn 30. janúar kom fötlunarráđ Norđurţings saman í fyrsta skipti í kjölfar nýrra laga sem tóku gildi 1. október 2018.

í frétt á heimasíđu Norđurţings segir ađ áhersla á hvers kyns samráđ og samvinnu viđ notendur hafi rutt sér til rúms innan velferđarţjónustunnar. Taliđ er mikilvćgt ađ notendur eigi slíkan vettvang ţar sem valdefling er höfđ ađ leiđarljósi; fólk verđi ţannig virkir ţátttakendur í mótun á ţeim úrrćđum og ţjónustu sem ţví stendur til bođa.

Samráđ af ţví tagi sem hér um rćđir er ţríţćtt:

a. samráđ viđ einstaka notendur í málum sem varđa ţá sjálfa,
b. samráđ um stefnumótun og
c. samráđ viđ hópa notenda um framţróun ţjónustunnar.
 

Í hverju sveitarfélagi, eđa í sveitarfélögum sem eiga samstarf um ţjónustu viđ fatlađ fólk, skal starfa formlegur samráđsvettvangur er nefnist samráđshópur um málefni fatlađs fólks ţar sem fjallađ er um ţjónustu viđ fatlađ fólk og framkvćmd og ţróun ţjónustunnar. Í samráđshópnum skulu ađ lágmarki sitja ţrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn ađ loknum sveitarstjórnarkosningum og ţrír fulltrúar tilnefndir af hagsmunasamtökum fatlađs fólks.

Umfjöllun á vettvangi fötlunarráđs er ekki hluti af stjórnsýslu viđkomandi sveitarfélags, eđa ţeirra opinberu ađila annarra sem taka ţátt í starfi notendaráđa (t.d. heilsugćsla). Fötlunarráđ skilar inn fundargerđum til fjölskylduráđs sem hefur ţćr til viđmiđunar. Til ţess ađ mál fái formlega međferđ innan stjórnsýslunnar ţarf notendaráđ ađ koma á framfćri formlegri tillögu.

Í fötlunarráđi eru Jóna Rún Skarphéđinsdóttir, Hermína Hreiđarsdóttir ritari, Einar Víđir Einarsson varaformađur, Arna Ţórarinsdóttir formađur, Karólína Kristín Guđlaugsdóttir og Sigríđur Hauksdóttir verkefnastjóri virkni hjá Norđurţingi.

Á heimasíđu Norđurţings eru íbúar sveitarfélagsins hvattir til ađ vera í góđum samskiptum viđ fötlunarráđ og koma međ ábendingar um ţađ sem betur má fara í málefnum fatlađra innan sveitarfélagsins.


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744