Flokkur eđa fylking

Gunnar Rafn Jónsson skrifar:

Flokkur eđa fylking
Ađsent efni - Hjörvar Gunnarsson - Lestrar 439 - Athugasemdir (0)

Gunnar Rafn Jónsson
Gunnar Rafn Jónsson

Gunnar Rafn Jónsson skrifar:

Sá er ljóđur á ráđi manna í stjórnmálum, ađ vilja sífellt búa til nýja flokka. Ţessir flokkar verđa ýmist lang- eđa skammlífir.

Hugmyndafrćđin á bak viđ flokka er barn síns tíma. Viđ höfum í 80 ár stređađ viđ ađ stofna nýja flokka, sem öllum er ćtlađ ađ verđa sameiningartákn fyrir jafnađarmennsku og  félagshyggju, en án sannrar uppskeru.

Ógnin í dag eru hinir ofurríku, sem hafa ofgnótt fjár og mikil völd miđađ viđ hve fáir ţeir eru.

Hvernig getum viđ hin knúiđ fram ţćr breytingar, sem nauđsynlegar eru á samfélaginu í krafti fjöldans?

Svariđ er einfalt, međ samvinnu.

Í framhaldi af ţví koma spurningar sem ţessar:

Hvađ hefur hingađ til hindrađ samvinnu umbótafólks?

Svar: Flokksstimplar, ađrir merkimiđar, forystusauđir og egó-in.

Ţá heyrast setningar sem ţessar: „ Ég vil ekki láta bendla mig viđ ţennan flokk!“ „Ţađ er sko ekki hćgt ađ vinna međ ţessum ađila!“ „Allir bestu vinir mínir eru í ţessum flokki og ekki fer ég ađ yfirgefa ţá!“

Ađ hverju skal stefnt?

Svar: Á síđustu áratugum hafa núverandi og fyrrverandi flokkar sett fram stefnuskrár. Ţjóđfundurinn sameinađist um ákveđin gildi, sem urđu efst ađ mikilvćgi hjá flestum. Ţau hafa veriđ nefnd ţjóđgildin.

Eftir standa spurningarnar:

Hvađ ţarf ađ laga og hvernig á ađ framkvćma ţađ?

Á Íslandi höfum viđ bćđi löggjafar-  og framkvćmdavald. Núverandi form löggjafar gengur oft stirđlega inni á Alţingi af ýmsum ástćđum.

Hinir ofurríku eru hins vegar sífellt međ puttana í framkvćmdavaldinu, beita ýmis konar ţrýstingi til ţess ađ ná sínu fram ýmist í krafti auđs eđa valda.

Ég tel, ađ flokkakerfiđ hafi gengiđ sér til húđar og í stađ ţess sé ráđ ađ mynda breiđfylkingu. Fulltrúar allra flokka og óháđir eldhugar hittast og rćđa alla málaflokka, líkt og reynt var fyrir og eftir síđustu kosningar og viđ myndun R-listans í Reykjavík á sínum tíma.

Í bók sinni, „Hugsunin stjórnar heiminum“, segir Páll Skúlason:

„Ég tel ađ róttćkasta og mikilvćgasta breytingin á heiminum sem hćgt sé ađ gera sé sú ađ koma fram međ nýja, ferska og frumlega túlkun eđa réttara sagt sýn á heiminn – sýn sem breytir skilningi okkar á sjálfum okkur og heiminum, sýn sem opnar óvćnta möguleika og fćr okkur til ađ endurskođa allar viđteknar venjur í mannlífinu, allt sem til ţessa hefur veriđ taliđ sjálfsagt og eđlilegt.“ Hiđ sama gerir einnig vísindamađurinn, konsertpíanistinn og ţróunarsérfrćđingurinn,  Ervin Laszlo, ţegar hann leggur til neđangreinda útfćrslu á öllum ţáttum mannlegs samfélags:

Heilbrigđara mannlíf á öllum sviđum

Hámarksnýting fjármuna ríkis og sveitarfélaga

Eining manns og umhverfis : eindrćgni, samheldni, virđingu fyrir öllu sem er - í stađ yfirráđa og valda

Náttúran fái rétt líkt og menn og fyrirtćki

Sjálfbćrt efnahagskerfi á heimsvísu  - sjálfbćrni í stađ arđráns

Efling forvarna og heilbrigđis – úr stjórn á sjúkdómum í heilbrigđa lífshćtti

Viskumenning á heimsvísu - viska hjartans og vitundarinnar í stađ einhćfrar ţekkingar heilans

Borgaralegt samstarf og ţátttaka – ţátttaka í stađ yfirráđa

Altćkur friđur og frelsi - samhćft, réttlátt samfélag í stađ ađskilnađar, togstreitu og samkeppni

Ísland á 100 ára fullveldisafmćli á nćsta ári?  Ţá vil ég sjá:

Heildrćnt, sjálfbćrt, réttlátt og heilbrigt samfélag
Sérhver ákvörđun hins opinbera verđur samtvinnuđ í öllum málaflokkum međ hag almennings ađ leiđarljósi

Sérhver einstaklingur:

lítur heildrćnt á lífiđ og heiminn
virđir ţjóđgildin
skynjar sig sem hluta af stćrri heild og starfar samkvćmt ţví
rannsakar samspil líkama, huga og sálar
kannar og samţćttir rannsóknir
eykur skilning okkar ţeirri fornu stađhćfingu, ađ allt skipti máli
finnur jafnvćgi ríkja innra međ sér og í umhverfinu
hefur heilbrigđ tilfinningatengsl og hugarró
finnur sinn tilgang í lífinu, eitthvađ ađ lifa fyrir 
skynjar sköpunarmátt sinn sem einstaklingur og í hópi 
nýtur heilbrigđs sálarlífs, umhverfis og grunnţarfa
nýtur öruggs og heilbrigđs fjárhags, lífsstíls, huga og tilfinningalífs

Hvađ getum viđ gert til ađ komast ţangađ?

Viđ ţurfum:

raunhćfar kerfisbreytingar, langtímabreytingar á samfélagsgerđinni

nýja stjórnarskrá, heiđarleika, traust og gagnsći í stjórnmálum

ađ sýna hvert öđru og gagnkvćma virđingu og virđa náttúruna

áherslu á forvarnir, heilbrigđi einstaklinga og samfélags

samkennd, réttlćti, samvinnu, íbúđaröryggi  og framfćrslulaun

Viđ viljum virka ţátttöku grasrótarinnar, virkt lýđrćđi, útrýmingu fátćktar og spillingar

Svo ađ bestur árangur náist ţarf visku, víđsýni og upplýsingar. Rannsóknir sýna, ađ samvinna grasrótar og sérfrćđinga í hinum ýmsu málaflokkum skilar bestum árangri.

Yfirsýn er nauđsynleg í öllum málaflokkum, svo ađ hćgt sé ađ tryggja hámarks virkni kerfis.

Ţar sem ég er ađdáandi gagnrýnnar hugsunar, kerfisfrćđi, víđsýni og heildrćnna lausna, nefni ég hér nokkur úrlausnarform, sem nota má til uppbyggingar landsins:

Patterndeck.com

ađferđafrćđi, sem byggist á yfir 30 ára kerfisfrćđivinnu Christopher Alexander.

http://www.holacracy.org/

Barbara Marx Hubbard http://barbaramarxhubbard.com/

Ervin Laszlo – You Can Change the World https://www.amazon.com/You-Can-Change-World-Citizens/dp/159079057X

The Zeitgeist Movement http://thezeitgeistmovement.com/orientation

Evolutionaries - Carter Phipps http://www.evolutionaryleaders.net/

www.integralworld.net/mcintoch4.html

What is enlightenment Spiral Dynamics

The Bond - How to Fix Your Falling-Down World https://www.amazon.com/Bond-How-Your-Falling-Down-World-ebook/dp/B0043RSJOA

https://youtu.be/tsXID1kSuf4

The Venus Project https://www.youtube.com/user/thevenusprojectmedia

Elskulegu samferđamenn! Höfum hugföst orđ Ţorvaldar Gylfasonar: „Framtíđin er annađ land“ . Hér dugar ekki nýr flokkur heldur breiđfylking.Spađinn bíđur ţín.Allur heimurinn er undir.

Sameinumst í Ađgerđ Grasrót.


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744