Fleiri skólar en áđur sćkja um styrk til Forritara framtíđarinnar

Mikil ánćgja er međ nýjar áherslur Forritara framtíđarinnar og umsóknir frá skólum hafa aldrei veriđ fleiri.

Fleiri skólar en áđur sćkja um styrk til Forritara framtíđarinnar
Fréttatilkynning - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 191

Stjórn Forritara framtíđarinnar.
Stjórn Forritara framtíđarinnar.

Mikil ánćgja er međ nýjar áherslur Forritara framtíđarinnar og umsóknir frá skólum hafa aldrei veriđ fleiri. 

Í fréttatilkynningu segir ađ tilgangur sjóđsins sé ađ efla forritunar- og tćknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins.

Í ár styrkir sjóđurinn 30 skóla um sem nemur tćpum 12 milljónum króna ađ andvirđi. Styrkur skiptast í tvo meginflokka, annars vegar tćpar 7,8 milljónir vegna námskeiđa, námsefnisgerđar og kaupa á smćrri tćkjum í forritunar- og tćknikennslu, og hins vegar rúmar 4,2 milljónir króna vegna tölvubúnađar. Ljóst er ađ ţörf skóla er mikil á ţessu sviđi ţví í ár var sótt um styrki sem í heild nema yfir 40 milljónum króna.

Ađ loknum stefnumótunarfundi međ hagsmunaađilum sjóđsins í vor voru gerđar breytingar á úthlutunarreglum sjóđsins ţannig ađ styrkir nćđu líka til námsefnisgerđar í forritunar- og tćknikennslu ađ ţví tilskyldu ađ námsefniđ gćti nýst víđar og til kaupa á minni tćkjum til nota viđ slíka kennslu. Ţetta er viđbót viđ styrki sem áđur hafa veriđ veittir til námskeiđa fyrir kennara í forritunar- og tćknikennslu og tölvubúnađar sem nýtist í skólum eftir ađ hafa veriđ gerđur upp og yfirfarinn.

Sigfríđur Sigurđardóttir, formađur stjórnar Forritara framtíđarinnar:

„Breytingarnar koma í kjölfar samráđs viđ ţá sem notiđ hafa stuđnings Forritara framtíđarinnar.Okkur ţótti mikilvćgt ađ hlusta á hverjar ţarfir ţeirra vćru og ţróa sjóđinn í takt viđ breytingar í umhverfi skólanna og laga starfsemi hans ađ ţörfum ţeirra. Međ ţessu uppfyllum viđ betur markmiđ sjóđsins, sem er ađ stuđla ađ aukinni frćđslu og áhuga međal barna og unglinga á forritun og tćkni, ađ tćkjavćđa skólana, auka ţjálfun og endurmenntun kennara og stuđla ađ ţví ađ forritun verđi hluti af námskrá grunn- og framhaldsskóla. Ţađ gleđur okkur mjög hversu góđar viđtökur nýjar áherslur sjóđsins hafa fengiđ og viđ hlökkum til áframhaldandi uppbyggingar og samstarfs viđ grunn-og framhaldsskóla landsins.“

Um Forritara framtíđarinnar:

Sjóđurinn Forritarar framtíđarinnar er samfélagsverkefni sem hefur ţađ hlutverk ađ efla forritunar- og tćknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Hollvinir sjóđsins eru RB, Íslandsbanki, Landsbankinn, CCP, Icelandair, Össur, KOM ráđgjöf, Webmo design og Mennta- og menningarmála- ráđuneytiđ.

Á međfylgjandi mynd er stjórn Forritara framtíđarinnar, fv. Sigfríđur Sigurđardóttir formađur, Elsa Ágústsdóttir, Arnheiđur Guđmundsdóttir, Friđrik G. Guđnason og Bjarki Snćr Bragason.


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744