Fjórar skrifa undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Völsungs

Arnhildur Ingvarsdóttir, Árdís Rún Þráinsdóttir, Dagbjört Ingvarsdóttir og Harpa Ársgeirsdóttir hafa allar skrifað undir tveggja ára samning við

Arnhildur Ingvarsdóttir, Árdís Rún Þráinsdóttir, Dagbjört Ingvars-dóttir og Harpa Ársgeirsdóttir hafa allar skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Völsungs.

Meistaraflokkur kvenna leikur eins og kunnugt er í 1. deild kvenna í ár eftir að hafa unnið 2. deildinni síðasta sumar.

Þjálfari liðsins er Aðalsteinn J. Friðriksson.

Ljósmynd aðsend

Arnhildur er fædd árið 2000 en þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hún leikið 57 leik í deild og bikar fyrir félagið og skorað í þeim 1 mark.

Ljósmynd aðsend

Árdís er fædd árið 2001 en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 30 leiki í deild og bikar fyrir félagið.

Ljósmynd aðsend

Dagbjört er fædd árið 1996 og hefur verið lykilmaður í liði Völsungs undanfarin ár. Hún hóf ferill sinni í meistaraflokk árið 2012 og hefur síðan leikið 108 leiki í deild og bikar og skorað í þeim 14 mörk.

Ljósmynd aðsend

Harpa er reynslumesti leikmaður liðsins og hefur leikið með Völsungi allar götur síðan meistaraflokkur kvenna var endurvakinn aftur árið 2006. Síðan þá hefur hún leikið 156 leiki í deild og bikar fyrir félagið og skorað í þeim 58 mörk.

Í tilkynningu segir að það sé mikil ánægja innan knattspyrnudeildarinnar með að allir þessir leikmenn hafi skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Áfram grænir.



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744