Fjöldi ungmenna frá Húsavík í verkefnum hjá KSÍ á næstunni

Mikið er um að vera í unglingalandsliðsmálum hjá KSÍ á næstunni.

Fjöldi ungmenna frá Húsavík í verkefnum hjá KSÍ á næstunni
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 287 - Athugasemdir (0)

Mikið er um að vera í unglingalandsliðsmálum hjá KSÍ á næstunni.

Æfingar hjá úrtakshópum og í hæfileikamótun KSÍ erum framundan og nokkur Húsvísk ungmenni verið boðuð í þau.

Frá þessu segir á heimasíðu Völsungs.

Hæfileikamótun KSÍ fyrir leikmenn fædda 2004 og 2005 18.desember á Akureyri. Stúlkur frá Völsungi sem valdar hafa verið í hópin eru Guðrún Þóra Geirsdóttir, Karen Vala Daníelsdóttir, Sigrún Marta Jónasdóttir og Sjöfn Hulda Jónsdóttir. Drengir eru Andri Már Sigursveinsson, Hilmar Þór Árnason og Jakob Héðinn Róbertsson.

Úrtaksæfingar  vegna U16 kvenna fara fram á Akranesi og í Reykjavík 16. - 17. desember. Í þeim hópi er Elfa Mjöll Jónsdóttir. Sömu helgi á sömu stöðum eru úrtaksæfingar fyrir U17 ára kvenna. Meðal leikmanna sem valdir voru er Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.

Úrtaksæfingar verða á Akureyri 19. desember fyrir leikmenn fædda 2003. Í þeim hópi eru Brynja Ósk Baldvinsdóttir og Marta Sóley Sigmarsdóttir.

Loks hefur Atli Barkarson verið valinn í úrtakshóp U17 sem æfir í Reykjavík 27. - 28. desember.


640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744