Ferðamaðurinn sem féll við Goðafoss á góðum batavegi

Lögreglan á Norðurlandi Eystra vill koma þeim gleðilegu tíðindum áfram að erlendi ferðamaðurinn sem féll í klettum skammt neðan við Goðafoss í gær er á

Ferðamaðurinn sem féll við Goðafoss á góðum batavegi
Aðsent efni - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 473

Við Goðafoss.
Við Goðafoss.

Lögreglan á Norðurlandi Eystra vill koma þeim gleðilegu tíðindum áfram að erlendi ferðamaðurinn sem féll í klettum skammt neðan við Goðafoss í gær er á góðum batavegi.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að við skoðun og aðhlynningu á sjúkrahúsi í Reykjavík hafi komið í ljós að hann er óbrotinn og áverkar minni en óttast var.

Ferðamaðurinn hlaut heilahristing og í raun ótrúlegt hve vel hann hefur sloppið frá slysi þessu. Hann nýtur nú hjúkrunar og hvíldar.

Lögreglan þakkar þeim samhenta hópi hjálparliðs sem kom á vettvang vegna þessa atviks.


640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744