Félög í Pepsi Max-deildinni sýna Atla áhuga

Atli Barkarson, bakvörðurinn ungi og efnilegi, leikur ekki áfram með norska C-deildarliðinu Fredrikstad.

Félög í Pepsi Max-deildinni sýna Atla áhuga
Íþróttir - - Lestrar 411

Atli Barkarson í búningi Fredrikstad. Lj.f-b.no
Atli Barkarson í búningi Fredrikstad. Lj.f-b.no

Atli Barkarson, bakvörðurinn ungi og efnilegi, leikur ekki áfram með norska C-deildarliðinu Fredrikstad.

Þetta kemur fram á Íslendingavaktinni en Atli ákvað að að endursemja ekki við liðið, sem mistókst að komast upp deild á síðustu leiktíð.

Atli er 18 ára gamall og kom í fyrrahaust til Fredrikstad frá enska liðinu Norwich, þar sem hann lék með ung­linga- og varaliðum.

Nokkur lið í Pepsi Max-deildinni eru áhugasöm um að fá Atla í sínar raðir fyrir næsta sumar, samkvæmt heimildum Íslendingavaktarinnar.

Þess má geta í leiðinni að Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem tekur þátt í æfingum 13.-15. janúar og er Atli í honum.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744