Félags- og barnamálaráđherra undirritar samkomulag viđ Píeta samtökin

Ásmundur Einar Dađason, félags- og barnamálaráđherra, og Kristín Ólafsdóttir, framkvćmdastjóri Píeta samtakanna, undirrituđu nýveriđ samkomulag um 15

Ásmundur Einar Dađason, félags- og barnamálaráđherra, og Kristín Ólafsdóttir, framkvćmdastjóri Píeta samtakanna, undirrituđu nýveriđ samkomulag um 15 milljóna króna framlag til rekstrar Píeta samtakanna.

Í tilkynningu segir ađ markmiđiđ sé ađ styrkja Píeta samtökin til ađ standa straum af kostnađi viđ starfsemina sem felst í ţví ađ sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskađa auk ţess ađ styđja viđ ađstandendur. Til samtakanna geta leitađ einstaklingar í vanda og er ţjónusta samtakanna gjaldfrjáls. Gefinn er kostur á allt ađ 15 viđtölum, en ţörfin er metin í hverju tilviki fyrir sig. Enn fremur geta ađstandendur fengiđ allt ađ 5 viđtöl. Allar viđtalsmeđferđir hjá Píeta samtökunum eru veittar af fagfólki.

„Ţessi styrkur gerir okkur kleift ađ halda áfram starfsemi okkar sem viđ teljum ađ sé búin ađ sanna sig. Ţörfin er mikil og eftirspurnin eykst međ hverri vikunni. Fyrir svona ung samtök skiptir stuđningur ykkar öllu máli og fyrir ţađ erum viđ afar ţakklát" sagđi Kristín viđ undirritunina.

„Ţađ er afar mikilvćgt ađ ţjónusta sem ţessi sé í bođi hérlendis og ađ ţeir sem ţurfa á henni ađ halda geti gengiđ ađ henni á vísum stađ. Starfsemi Píeta samtakanna hefur gefiđ góđa raun og er ánćgjulegt ađ geta tryggt ţeim fjármagn til ţess ađ halda starfinu áfram“ sagđi Ásmundur Einar.

Píeta samtökin hófu starfsemi sína voriđ 2018 og eru stađsett ađ Baldursgötu 7 í Reykjavík. Alls fengu 336 einstaklingar viđtöl hjá samtökunum á síđastliđnu ári.

Á međfylgjandi mynd sem fengin er af vef Stjórnarráđsins eru Kristín Ólafsdóttir, framkvćmdastjóri Píeta samtakanna og Ásmundur Einar Dađason, félags- og barnamálaráđherra viđ undirritun samningsins.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744