Fálki komst í dúfnakofann hjá Gumma Lilla

Ungur fálki gerði sig heimakominn í dúfnakofa Gumma Lilla á Húsavík og stal sér einni dúfu í morgunmatinn.

Fálki komst í dúfnakofann hjá Gumma Lilla
Almennt - - Lestrar 357

Gaukur Hjartarson myndaði fálkann.
Gaukur Hjartarson myndaði fálkann.

Ungur fálki gerði sig heimakominn í dúfnakofa Gumma Lilla á Húsavík og stal sér einni dúfu í morgun-matinn. 

Það vildi ekki betur til en svo að fálkinn rataði ekki út að lokinni máltíð og mátti Gummi því handsama fuglinn.

Gaukur Hjartarson kom þar að vopnaður myndavél og sleppti Gummi fálkanum eftir nokkrar myndatökur.

Gummmi, sem heitir reyndar Guðmundur Þráinn Kristjánsson, sagði fálkann hafa verið af og til á svæðinu í vetur en dúfnakofinn er upp við Ásgarð. Hann sagði fálkan hafa verið til vandræða að undanförnu þar sem byrjað er að þjálfa dúfurnar fyrir sumarið.

Gummi er einnig með hænur og hefur fálkinn náð nokkrum þeirra.

Að sögn Gumma er einn aðili auk hans hér í bæ sem heldur dúfur en von er á einum til sem hyggst byrja í vor.

Bréfdúfnafélag Húsavíkur var stofnað árið 2012 en flestir félagsmenn í dag koma frá Akureyri og Dalvík.

Ljósmynd Gaukur Hjartarson

Gummi með fálkann unga.

Ljósmynd - Aðsend

Þessar sluppu við að verða bráð fálkans. Lj. Gummi Lilla.

Ljósmynd - Aðsend

Fálkinn með bráð sína í dúfnakofanum.

Ljósmynd Gummi Lilla.

Ljósmynd - Aðsend

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744