Faglausn færði slökkviliði Norðurþings reykvél að gjöf

Faglausn ehf. færði slökkviliði Norðurþings góða gjöf þegar nýja slökkvistöðin var formlega vígð sl. föstudag.

Grímur Snær Kárason og Almar Eggertsson.
Grímur Snær Kárason og Almar Eggertsson.

Faglausn ehf. færði slökkviliði Norðurþings góða gjöf þegar nýja slökkvistöðin var formlega vígð sl. föstudag.

Um er að ræða reykvél af Geforcegerð sem getur framleitt 25.000 m3 af gervireyk á klst. og nýtist vel við æfingar.

Að sögn Gríms Kárasonar gerir slíkur búnaðurslökkviliðinu kleyft að æfa reykköfun við heilsusamlegri aðstæður, m.a. á nýja æfingasvæðinu sunnan við bæ, í stað brunareyks eins og notaður hefur verið að mestu til þessa.

Ljósmynd Hafþór-640.is

Grímur Kárason slökkviliðsstjóri tekur hér við gjöfinni úr höndum Almars Eggertssoanr framkvæmdarstjóra faglausnar. Með þeim á myndinni eru fv. Sævar Veigar Agnarsson, Rúnar Traustason og Henning Aðalmundsson frá slökkviliðinu og th. Knútur Jónasson hjá Faglausn.

Ljósmynd Hafþór-640.is

Slökkviliðið fékk fleiri góðar gjafir, t.a.m færði Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri á Akureyri slökkviliðinu bókina Bærinn brennur sem og blómvönd.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Haraldur Geir Eðvaldsson frá Brunavörnum á Héraði kom færandi hendi með forláta hattahengi. Það var úr lerki af Héraði og hreindýrahornum.

Þá bárust slökkviliðinu blómaskreytingar, m.a frá Mannvirkjastofnun, og Lögregluembættið á Norðurlandi eystra gaf tvær klukkur í stjórnstöðina.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri uppplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744