Færist aftur líf í lendinguna?

Nýlega var skrifað undir samninga um sölu söltunarhússins í Tungulendingu og langtímaleigu á lóð hreppsins í kringum húsið. Kaupandi er Martin Varga, sem

Færist aftur líf í lendinguna?
Almennt - - Lestrar 933

Nýlega var skrifað undir samninga um sölu söltunarhússins í Tungulendingu og langtímaleigu á lóð hreppsins í kringum húsið. Kaupandi er Martin Varga, sem er búsettur á Húsavík en fæddur í Ulm í Þýskalandi. 

Hugmyndir Martins um nýtingu hússins ganga út á að setja þar á fót kaffihús og gistiaðstöðu fyrir ferðafólk yfir sumartímann með möguleikum á fjölbreyttari starfsemi á borð við námskeiðahald, listasmiðjur og vinnuaðstöðu fyrir fræðimenn og rithöfunda, ekki síst á þeim árstímum þegar lítið er upp úr ferðaþjónustu að hafa. Jafnframt vill Martin gera sögu grásleppuútgerðarinnar á Tjörnesi skil og sömuleiðis hinum merku jarðlögum sem teygja sig frá Köldukvísl út í Breiðuvík. Því er ekki úr vegi að biðja lesendur sem kynnu að eiga í fórum sínum ljósmyndir sem tengjast hrognaverkuninni áður fyrr að láta oddvita eða nýjan eiganda hússins vita. 

Tungulending

Arkitektúr er Arnhildur Pálmadóttir, sem rekur Hönnunarverksmiðjuna á Húsavík, og má sjá eina af hugmyndum þeirra Martins að nýju útliti hússins á meðfylgjandi mynd. Samkvæmt verkáætlun er stefnt að því að hefja endurbætur á húsinu í maí en að líkindum mun veðurfarið hafa síðasta orðið um hvort þau plön ganga eftir. Í samningunum er gert ráð fyrir viðbyggingu við húsið síðar meir og vonandi verður þörf fyrir hana þegar fram líða stundir. (tjorneshreppur.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744