Fækka á bæjarstarfsmönnum í Norðurþingi

Fækka á bæjarstarfsmönnum í Norðurþingi. Bæjarráðið segir skýrslu KPMG sýna að fjöldi starfsmanna á hverja þúsund íbúa sé mun meiri hjá Norðurþingi en hjá

Fækka á bæjarstarfsmönnum í Norðurþingi
Almennt - - Lestrar 421

Fækka á bæjarstarfsmönnum í Norðurþingi.
Fækka á bæjarstarfsmönnum í Norðurþingi.

Fækka á bæjarstarfsmönnum í Norðurþingi. Bæjarráðið segir skýrslu KPMG sýna að fjöldi starfsmanna á hverja þúsund íbúa sé mun meiri hjá Norðurþingi en hjá sambærilegum sveitarfélögum.

 
Í frétt á Vísi.is segir að stefnt er sé að því að fjöldi bæjarstarfsmanna í Norðurþingi verði sambærilegur og hjá samanburðarsveitarfélögum í lok árs 2018.

Í áætlun um það hvernig þessu marki verður náð segir meðal annars að ekki verði ráðið í ný störf innan Norðurþings nema sýnt þyki að þau séu nauðsynleg eða skili sveitarfélaginu sparnaði til lengri tíma.

„Þegar starfsmaður hættir vegna aldurs eða annarra ástæðna er ávallt skoðaður sá möguleiki að flytja verkefni hans á aðra starfsmenn áður en ráðið er í starf hans, það er leggja starfið niður. Nýtt fólk er ekki ráðið til starfa nema áður hafi verið kannað hvort annar starfsmaður innan sveitarfélagsins geti sinnt því starfi sem losnaði,“ segir í áætluninni.

Einnig er kveðið á um að ná fram samlegðaráhrifum og að þekkingarbrunnur starfmanna verði „breikkaður með því að færa verkefni á milli aðila og auka þannig sveigjanleika starfsmanna og möguleika þeirra til að að taka yfir ný verkefni.“ (visir.is)

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744