Elísabet með gull í 600m á MÍ innanhúss

Meistaramótum Íslands innanhúss í frjálsum í aldursflokkum 11-14 ára og 15-22 ára er nú lokið þetta tímabilið.

Elísabet með gull í 600m á MÍ innanhúss
Íþróttir - - Lestrar 455

Elísabet á verðlaunapalli. Lj. hsth.is
Elísabet á verðlaunapalli. Lj. hsth.is

Meistaramótum Íslands innanhúss í frjálsum í aldursflokkum 11-14 ára og 15-22 ára er nú lokið þetta tímabilið.

HSÞ átti alls 6 fulltrúa á þessum mótum sem áttu alla jafna góða daga með persónulegum bætingum.

Meðal helstu afreka að þessu sinni má nefna 2. sæti hjá Halldóri Tuma Ólasyni í langstökki 18-19 ára drengja en þar jafnaði hann sinn besta árangur með stökki upp á 6,33m og var aðeins 2 cm frá gullinu. Þá náði Elísabet Ingvarsdóttir 3. sæti í 60m hlaupi 11 ára stúlkna en hún hljóp á 9,53s best.

Toppurinn var þó líklega gullverðlaun Elísabetar í 600m hlaup 11 ára stúlkna en hún vann hlaupið með yfirburðum á persónulegu meti 2:04,71 mín.

Öll úrslit mótsins má finna á mótaforriti FRÍ http://thor.fri.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744