Dalakofinn innleiðir KEA korts afslátt

Dalakofinn á Laugum hefur ákveðið að veita afslátt gegn framvísun KEA korts; 5% af vörum í búð (gildir ekki af tóbaki) og 15% af veitingum á veitingastað

Dalakofinn innleiðir KEA korts afslátt
Almennt - - Lestrar 258

Haraldur Bóasson í Dalakofanum.
Haraldur Bóasson í Dalakofanum.

Dalakofinn á Laugum hefur ákveðið að veita afslátt gegn framvísun KEA korts; 5% af vörum í búð (gildir ekki af tóbaki) og 15% af veitingum á veitingastað (gildir ekki af drykkjum). 

Í tilkynningu segir að þrátt fyrir launahækkanir og hækkandi aðföng, hafi Dalakofinn ákveðið að leggja sitt af mörkum til þess að breyta þeirri þróun sem verið hefur á íslenskum veitingamarkaði síðastliðin ár, þar sem verð hækkar samhliða launahækkunum, og gerir launahækkanir því skammunninn ávinning fyrir hinn almenna borgara.

Með þessari ákvörðun er leitast við að koma til móts við nærsamfélagið og norðlendinga sem eru að leita að góðum mat á sanngjörnu verði. Þessi aðgerð er hugsuð til þess að auðvelda fólki að gera sér dagamun og fara út að borða, og er vonin sú að KEA korthafar muni taka vel í þessa innleiðingu. Engar breytingar verða gerðar á núverandi verði, gæði matarins eða stærð skammtanna segir í tilkynningunni. 

Að auki verður sértilboð í maí: Með öllum 16” pizzum fylgir 2L gos gegn framvísun KEA kortsins.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744