Búist við mengun frá eldgosinu í dag

Í dag (sunnudag) er útlit fyrir ákveðna sunnanátt og ætti að nást að skipta vel um loft yfir landinu.

Búist við mengun frá eldgosinu í dag
Almennt - - Lestrar 213

Talsvert mistur var í gær. Lj. Hreinn Hjartarson.
Talsvert mistur var í gær. Lj. Hreinn Hjartarson.

Í dag (sunnudag) er útlit fyrir ákveðna sunnanátt og ætti að nást að skipta vel um loft yfir landinu. 

Þó má búast við því að það gas sem kemur upp í eldgosinu í dag, berist jafnharðan til norðurs, yfir svæði sem afmarkast af Bárðardal í vestri að Öxarfirði í austri.

Þetta kemur fram í viðvörun frá Veðurstofu Íslands. Þar segir einnig að ekki sé hægt að útiloka mengun á stærra svæði, einkum framan af degi meðan vindur er að ná sér upp.

Á morgun (mánudag) er útlit fyrir suðvestanátt og þá berst mengunin til norðausturs, frá Þistilfirði suður á Hérað.
 

Veðurstofan hefur hannað sérstakt skráningarform svo fólk geti látið vita af brennisteinsmengun. Hver ný skráning birtist jafnóðum á korti þar sem upplýsingarnar safnast saman.

Einnig er hægt að skoða loftgæðamælingar Umhverfisstofnunar. (641.is)

Mengunarspákort veðurstofunnar. Mynd af vef Veðurstofunnar

Mengunarspákort veðurstofunnar. Mynd af vef Veðurstofunnar en með því að smella á hana er hægt að skoða hana í stærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744