Búin að lesa 100 bækur á árinu og hvergi nærri hætt

“Uppáhaldsbókin mín er Loforðið eftir Hrund Þórsdóttur, segir Elísbet Ingvarssdóttir sem nýverið lauk við að lesa hundruðustu bókina á þessu ári.

Búin að lesa 100 bækur á árinu og hvergi nærri hætt
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 543

Elísabet Ingvarsdóttir les uppáhaldsbókina sína.
Elísabet Ingvarsdóttir les uppáhaldsbókina sína.

“Uppáhaldsbókin mín er Loforðið eftir Hrund Þórsdóttur, segir Elísbet Ingvarssdóttir sem nýverið lauk við að lesa hundruðustu bókina á þessu ári. 

Elísabet sem er nemandi í 5. bekk Borgarhólsskóla setti sér setti sér það markmið um miðjan janúar sl. að að lesa hundrað bækur fyrir árslok. 

Hugmyndin kviknaði þegar móðir hennar, Sóley Sigurðardóttir kennari, ætlaði sér að standast áskorun Amtbókarsafnsins á Akureyri um að lesa 26 mismunandi bækur á árinu. 

Elísabet er mikil keppnismanneskja og vildi því toppa móður sína og lesa helmingi fleiri bækur en hún en þær urðu að endingu hundrað. Markmiðinu náði hún núna í lok nóvember en Elísabet hefur haldið nákvæmt bókhald yfir lesturinn.

Bækurnar hundrað sem hún las eru samtals 18.690 blaðsíður en Elísabet segist hvergi hætt og hlakkar til jólanna þar sem yfirleitt leynast bækur í sumum jólapökkunum.

Elísabet Ingvarsdóttir

Elísabet gluggar í bók á bókasafni Borgarhólsskóla en þar fékk hún til lestrar flestar þær bækur sem hún hefur lesið í ár.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744