Buðu upp á siginfisk og kæsta skötu í reiðhöllinni

Síðastliðin laugardag buðu félagar í hestamannafélaginu Grana upp á siginfisk og kæsta skötu í reiðhöllinni.

Jón Óli færir sigin fisk upp á disk fyrir Pálma.
Jón Óli færir sigin fisk upp á disk fyrir Pálma.

Síðastliðin laugardag buðu félagar í hestamannafélaginu Grana upp á siginfisk og kæsta skötu í reiðhöllinni.

Um fimmtíu manns sóttu þessa veislu en hún var haldin í fjáröflunarskyni fyrir reiðhöllina. Granamenn höfðu sama hátt á í fyrra og verður vonandi áfram.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

Siginfiskveisla í reiðhöllinni

Jón Óli Sigfússon sá um að elda signa fiskinn.

Siginfiskveisla í reiðhöllinni

Skatan sem og signi fiskurinn komu af Guðmundi í Nesi og hér er Jóel skipstjóri að færa skötu upp á fat.

Siginfiskveisla í reiðhöllinni

Kartöflurnar komu frá Halldóri Valda og voru þær af hinum ýmsu afbrigðum. Bjarki Helgason stýrimaður á Brimnesinu sá um að elda þær.

Siginfiskveisla í reiðhöllinni

Pálmi Jakobsson lét sig ekki vanta og hér fær hann á diskinn hjá Jóni Óla.

Siginfiskveisla í reiðhöllinni

Siginn fiskur, kæst skata, rúgbrauð, sérvaldar kartöflur, smjör og hamsatólg geta ekki klikkað enda Toggi Sigurjóns ánægður á svip.

Siginfiskveisla í reiðhöllinni


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744